Ákveðið er að 36. öldungamót Blaksambands Íslands verði haldið í Vestmanneyjum dagana 5. til 7. maí í vor. Af því tilefni hefur verið ákveðið að endurvekja blak í Vestmannaeyjum með þátttöku í mótinu í huga. Gömul brýni í blakinu, Haraldur Geir Hlöðversson og Björgvin Eyjólfsson, ætla að koma fólki af stað. Verða æfingar fyrir áhugasama blakara á þriðjudögum kl. 20,30 til 21,30 í sal 1. Fyrsta mánuðinn verða leiðbeinendur á staðnum.