Bleiki dagurinn er í dag, 23. október. Landsmenn eru hvattir til að klæðast bleiku til að vekja athygli á krabbameini kvenna.
Dagurinn er haldin ár hvert í október og er orðinn mikilvægur þáttur í samfélaginu, ekki bara til þess að vekja athygli á krabbameini kvenna heldur einnig til þess að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi og samstöðu. Við hvetjum alla til þess að taka þátt og klæðast bleiku.
Sérstök ljósaganga verður farin á vegum krabbavarnar á Eldfell kl. 20:00 í tilefni Bleika dagsins. Fólk hittist við rætur Eldfells við bílastæðið sem snýr að Helgafelli með höfuðljós, vasaljós eða ljós á síma.
Mynd frá: Krabbavörn Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst