Blikar unnu sterkan 0-2 sigur úti í Eyjum í kvöld þegar liðið mætti ÍBV í Pepsi-deild karla. Gestirnir skoruðu tvö mörk á fyrstu sex mínútunum og gerðu þar með út um leikinn.
Blikar gefa ekki mörg færi á sér og sú var raunin í dag, ÍBV fékk kannski 2-3 færi í leiknum og nýttu þau ekki og þar við sat. ÍBV verður aðeins á eftir í toppbaráttunni en þetta er þó enginn heimsendir.