Góður sigur eftir stóra skellinn

ÍBV sýndi klærnar í dag þegar þeir mættu KA í Olísdeild karla á heimavelli í dag. Unnu 36:31, staðan í hálfleik var 19:15. Góður sigur eftir stóra skellinn gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í síðustu umferð. ÍBV er með 9 stig, sama og Fram og Grótta  og eru í fjórða til sjötta sæti. KA er í […]

Framboðslisti Framsóknar í Suður samþykktur

Untitled (1000 X 667 Px) (19)

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykkti í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Örk í Hveragerði. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn samanstandi af fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp framsóknarfólks verulega um land allt. Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar. Í öðru […]

Ein ferð í Landeyjahöfn

Aðstæður hafa skánað í Landeyjahöfn og er Herjólfur því á leiðinni þangað núna, sagði í tilkynningu frá Herjólfi ohf. klukkan 15.15 í dag. Þar segir jafnframt að brottför sé frá Landeyjahöfn er kl. 18:15 og er það síðasta ferð kvöldsins. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 08:30 í fyrramálið. Uppfært […]

Sannarlega komið að endurnýjun flotans

Ólafur Helgi aðstoðarforstjóri – Sameining og hagræðing: Allmiklar breytingar hafa orðið á rekstri útgerðarinnar frá því að ákvörðun var tekin um smíði Sigurbjargar ÁR. Ólafur Helgi Marteinsson er í dag aðstoðarforstjóri Ísfélagsins en var framkvæmdastjóri Ramma áður en félögin sameinuðust: „Upphaflega var nýja skipið hugsað sem bæði humar- og bolfiskveiðiskip og var því ætlað að vera […]

Sigurbjörg er nýtískulegt og glæsilegt skip

Sigurbjörg ÁR, nýtt bolfiskskip Ísfélagsins kom til Hafnarfjarðar í lok ágúst. Sigurbjörg var smíðuð í Tyrklandi og búin öllu því nýjasta í tækja- og vélbúnaði. Sigurbjörg landaði í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum föstudaginn 4. október. Er hún á allan hið glæsilegasta skip og margar nýjungar um borð sem létta áhöfninni störfin og eykur öryggi hennar. […]

Fyrsti flutningurinn mikil áskorun

Gisli Geir IMG 1289 Cr

Í síðasta tölublaði Eyjafrétta var viðamikil umfjöllun um fiskeldisfyrirtækið Laxey. Gísli Geir Tómasson starfar sem tæknistjóri hjá fyrirtækinu. Við ræddum við Gísla um starfsferilinn, starfið hjá Laxey og hvað sé framundan hjá fyrirtækinu. Gísli hóf störf sem nemi í vélvirkjun hjá Skipalyftuni árið 1997 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun við FÍV í lok árs 2002. […]

Samstarf á sviði endurhæfingar

Ráðhús_nær_IMG_5046

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fjallaði um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins á fundi sínum í vikunni. Á fundinum var kynning á samstarfi þjónustukerfa á sviði endurhæfingar og væntanlegum samstarfsamningi milli samstarfsaðila. Óskað er eftir að Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fái umboð til að undirrita samning um samstarf á sviði endurhæfingu á grundvelli yfirlýsingar dags. 15. febrúar […]

Fá botnliðið í heimsókn

Eyja 3L2A9829

Lokaleikur áttundu umferðar Olís deildar karla fer fram í Eyjum í dag. Heimamenn taka þá á móti KA. ÍBV í sjöunda sæti fyrir leik dagsins með 7 stig. KA-menn eru hins vegar á botni deildarinnar með 4 stig úr 7 leikjum. Tveir leikmenn ÍBV voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í […]

Góður afli fyrir austan í haust

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Eyjum í gær og höfðu landað í Neskaupstað á mánudaginn. Aflinn í fyrri túrnum hjá skipunum var mest þorskur en ýsa í þeim síðari hjá Bergi en blandaður afli hjá Vestmannaey. Skipstjórarnir, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey, segja í samtali við […]

Breytingar á áætlun Herjólfs

IMG 6188

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð seinnipartinn i dag.  Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15 (Áður ferð kl. 20:45). Aðrar ferðir falla niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.