Þakka langvarandi stuðning og vináttu

Nú liggur fyrir að ég verð ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember nk. Ég verð heldur ekki á öðrum framboðslistum, þrátt fyrir boð um örugg þingsæti. Eðlilega er ég þakklátur fyrir slík boð, af þeim er heiður og virðing fyrir því sem ég hef staðið fyrir. Ég vil þakka öllum sem […]
Hey. Ekki láta kellinguna ná tökum á þér, vertu dama

Dömukvöld ÍBV handbolta verður haldið í golfskálanum föstudaginn 8. nóvember. Miðasala er hafin. Það var uppselt í fyrra þannig að best er að hafa hraðar hendur. Mætið í Heimadecor og kaupið miða. Þvílíkt flott dagskrá og maturinn, maður lifandi, eins og Káti myndi segja. Karlar, ef þið getið lesið þetta, (Pisa könnun) þá peppið þið […]
Tekur einstakar myndir af Vestmannaeyjum

Kristján Egilsson eða Kiddi eins og hann er oft kallaður hefur alla tíð verið mikill náttúruunnandi. Kiddi starfaði lengi vel sem sem forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja, en hefur nú í seinni tíð einbeitt sér að ljósmyndun. Þegar Kiddi var spurður hvort ljósmyndaáhugi hans hafi alltaf verið til staðar svarar hann því að svo sé og […]
Furðuleg forgangsröðun

Hún er æði sérstök nýjasta krafa Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármálaráðherra í þjóðlendu-málinu svokallaða. Málið allt er raunar orðið hið undarlegasta og eru stjórnmálamenn í auknum mæli farnir að viðurkenna að þessi för óbyggðanefndar sé að verða ágæt enda sé kostnaður skattgreiðenda kominn á þriðja milljarð við þetta ævintýri. Nú bregður svo við að það er […]
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir listann í Suðurkjördæmi. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í […]
Viðreisn: Guðbrandur leiðir í Suðurkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 24. október. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, forseti Rösvku og háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi […]
Karl Gauti aftur í framboð?

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir – í samtali við Vísi – að búið sé að hafa samband við hann varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Haft er eftir honum að hann íhugi það vandlega að taka sæti á lista flokksins verði honum boðið oddvitasætið. „Það […]
Skýlaus krafa að Hafrannsóknastofnun sé fullfjármögnuð

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf. Ekki síst gætir áhrifanna hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins. Svona hefst bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á þriðjudaginn sl. Í bókuninni segir enn fremur að ef ekki verði loðnuvertíð […]
Bíó Paradís sýnir ,,Eldur í Heimaey.”

Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir sýningu á stuttmyndinni Eldur í Heimaey í Bíó Paradís sunnudaginn 27 október klukkan 15:00. Þessi merkilega mynd feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sýnir eldgosið í Vestmannaeyjum í öllu sínu veldi. Ósvaldur og Vilhjálmur fönguðu þessar hrikalegu hamfarir og björgunaraðgerðir á filmu og úr varð þessi ótrúlega mynd. Í beinu framhaldi verður […]
Gleði á árshátíð VSV

Gleðin var við völd á árshátíð Vinnslustöðvarinnar um síðustu helgi. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að hátt í 300 gestir hafi gert sér glaðan dag í Höllinni. Kvöldið hófst reyndar á Háaloftinu, og hafði Binni framkvæmdastjóri orð á því hversu margir kæmust eiginlega fyrir á Háaloftinu! Á Háaloftinu var boðið upp á fordrykki og forréttahlaðborð. […]