110 tonna gufuþurrku keyrt í gegnum bæinn

Gufuthurrka Fes 24 Opf 20240930 120146

Hún er engin smásmíði nýja gufuþurrkan sem koma á fyrir í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagins. Henni var trukkað í gegnum bæinn um hádegisbil í dag. Að sögn Páls Scheving, verksmiðjustjóra FES er verið að vinna í eflingu á framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Gufuþurrka frá Alfa Laval sem í dag var flutt í gegn um bæinn frá Eimskip að Fesinu […]

Sigurgeir og sonardóttirin slá saman

Sigurgeir Jónsson, fyrrum kennari, sjómaður og blaðamaður með meiru, hefur verið ötull í ritun bóka, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og alls hafa komið út 13 bækur eftir hann langflestar á þessari öld. Nýjasta bók hans sem nú er að koma út heitir, Fyrir afa, nokkrar smásögur og er 14. bók hans. Flestar fjalla bækur […]

Á topp 20 yfir bestu verkefnin

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Á ráðstefnunni UTÍS var fjallað um þróunarverkefnið ,,ferðalag um íslenkst skólakerfi”. Þróunarverkefni leikskólans Kirkjugerði er á lista yfir bestu 20 verkefnin. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Utís sé árleg ráðstefna um nýsköpun og stefnumörkun í íslensku skólastarfi, einkum í sambandi við upplýsingatækni, og er ætlað kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki á öllum skólastigum. Hún er […]

39 umsóknir bárust

Herj 24 IMG 6188

Nýverið rann út umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Í auglýsingunni kom fram að farið verði með umsóknir sem trúnaðarmál. Páll Scheving, stjórnarformaður félagsins staðfesti við Eyjafréttir að 39 umsóknir hefðu borist. Hann sagði að ástæða þess að stjórnin byði upp á trúnað til umsækjenda væri sú að það gæti hvatt fleiri áhugasama einstaklinga í […]

22 % lækkun í makríl

VSV Makríll (3)

Í dag, 30. september 2024, veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2025 og fyrir efri og neðri úthafskarfa fyrir 2025, 2026 og 2027 (ices.dk). Þetta segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Helstu niðurstöður eru tíundaðar hér að neðan. Svipuð ráðgjöf í norsk-íslenskri vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi […]

Geðrækt og geðheilsa í bland við tónlist og gleði

„Tilgangur Geðlestarinnar er að tala um geðheilsu og leiðir til að viðhalda henni. Við þurfum að huga að geðheilsu allt lífið og hlúa að henni. Geðheilbrigðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni út lífið. Við þurfum að horfa til orsaka frekar en afleiðinga í viðleitni okkar til að bæta líðan fólks. Hvað er það í […]

Lundasumarið 2024

Lundi

Ég hafði velt því fyrir mér að undanförnu, hvort ég ætti kannski að gera bara upp sumarið með því að setja inn nokkur myndbönd af þúsundum lunda í fjöllum og úteyjum í sumar og með þessu eina orði: Takk. En að sjálfsögðu þarf ég að koma að ýmsu öðru. Lundasumarið var alveg frábært og lundinn […]

Pysjurnar vel á sig komnar og óvenju margar

Pysjutímabilið í ár stóð frá ágúst og fram i september sem er hinn hefðbundni tími. Pysjurnar voru vel á sig komnar sem staðfesti frásagnir lundakarla um að mikið hefði verið um sílisfugl seinni hluta sumars. Síli er aðalfæða lundans og samkvæmt Hafró eru mörg ár síðan jafnmikið hefur fundist af því við Suðurströndina. Pysjueftirlitið, sem […]

Fjallaferð með Halldóri B.

K94A0892

Það hefur viðrað vel til flugs undanfarna daga í Eyjum. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér í gær. Hann flýgur nú með okkur yfir eyjarnar og sýnir okkur þær frá ýmsum skemmtilegum sjónarhornum. (meira…)

Kvenfélagið Heimaey gefur til HSU í Eyjum

hsu_nordan_0322

Nýverið færðu heiðurskonurnar í Kvenfélaginu Heimaey í Vestmannaeyjum sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum blóðtökuvagn. Sagt er frá þessu á heimasíðu HSU. Þar segir jafnframt að svona færanlegur vagn létti starfsmönnum vinnuna við nálauppsetningar og blóðtöku m.a. þar sem allt sem til þarf er á einum stað og kemur sér einstaklega vel. Heildarandvirði gjafarinnar er 368.280 kr. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.