Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag

„Munurinn á Glacier Guys og Iceguys er að þeir hirða peninga á meðan við gefum peninga,“ segir Hanni harði, aðalsprautan í drengjabandinu Glacier Guys sem hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka túlkun á þekktum lögum. Ekki eru myndböndin síðri en allt er tekið upp í bíl fyrirtæk isins og sá harði að sjálfsögðu undir stýri. […]
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun hefur lokið við úrvinnslu niðurstaðna loðnumælinga sem fóru fram dagana 19.-25. janúar 2026. Samkvæmt gildandi aflareglu strandríkja, sem byggir á niðurstöðum haustmælingar árið 2025 og þessarar vetrarmælingar, leggur Hafrannsóknastofnun til að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 197 474 tonn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunnar. Loðnan dreifð yfir stóran hluta […]
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum

Gestum gefst aftur tækifæri til að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja þegar sérstök sýning á lifandi kvikmyndum verður haldin í Sagnheimum laugardaginn 31. janúar. Þetta er annar viðburður sinnar tegundar, en sambærileg sýning fór fram 10. janúar og vakti mikla athygli. Sýningin samanstendur af kvikmyndum sem teknar voru á árunum 1924 til 1970, með megináherslu […]
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári

Undanfarin tvö til þrjú ár hefur verið unnið að uppfærslu og endurnýjun á öllum kerfum og hugbúnaði Eyjasýnar, sem gefur út Eyjafréttir og heldur úti fréttasíðunni eyjafrettir.is. Nú er ákveðnum áfanga náð sem skilar öflugri þjónustu við áskrifendur, en í síkvikum heimi fjölmiðla og tækni má ekki sofna á verðinum. Þess vegna verður haldið áfram […]
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld

Í kvöld verður 15. umferð Olísdeildar kvenna spiluð og hefst hún með leik ÍBV og Fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja klukkan 18:00. ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Eyjakonur hafa átt gott tímabil til þessa, unnið 11 af 14 leikjum, og verið eitt markahæsta lið deildarinnar […]
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson átti frábæran leik þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í handbolta með 39-31 sigri á Slóveníu í dag. Þetta var lokaleikur Íslands í milliriðli tvö sem fram fór í Malmö í Svíþjóð. Elliði Snær átti stórleik og skoraði átta mörk í níu skotum og var í leikslok […]
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf

Þess er nú beðið með talsverðri eftirvæntingu að Hafrannsóknastofnun gefi út ráðgjöf sína varðandi aflaheimildir í loðnu. Búist er við að það verði gefið út á morgun, fimmtudag. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins er nú verið að græja skipin fyrir loðnuvertíðina sem er í vændum. „Við erum að taka loðnunæturnar um borð í Sigurð og […]
KR-ingur á láni til ÍBV

Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður Róbert Elís Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV. Róbert verður á lánssamningi frá KR út keppnistímabilið 2026. Hann er 18 ára gamall miðjumaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með KR á undirbúningstímabilinu. Róbert er fjölhæfur leikmaður sem leikur aðallega á miðsvæðinu en getur einnig leyst framar […]
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk í svekkjandi jafntefli íslenska landsliðsins gegn Sviss, á EM í handbolta í dag. Þetta var þriðji leikur liðsins í milliriðli á mótinu. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náði Sviss þriggja marka forystu, 13-10. Ísland náði að minnka munninn aftur í 14-13 þegar rúmar […]
Fylgi flokkanna í Eyjum

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí. Eyjafréttir fengu Maskínu til að gera skoðanakönnun í nóvember 2024. Þar var Fyrir Heimaey með mesta fylgið meðal þeirra sem tóku afstöðu, eða 40,7%, og Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 40% fylgi. Eyjalistinn var með 18,7% fylgi. Óákveðnir voru hins vegar 30%. Meirihlutinn fallinn samkvæmt nýrri könnun Eyjafréttir hefur undir höndum skoðanakönnun […]