Stjörnuleikurinn – Stærsti íþróttaviðburður Eyjanna

Hefðbundinn Stjörnuleikur í handknattleik verður í Íþróttamiðstöðinni á morgun, föstudag kl. 17.00. Þar mæta handboltastjörnur Eyjanna og takast á. Leikurinn var kynntur á blaðamannafundi á Einsa kalda á miðvikudaginn þar sem liðsskipan var kynnt og hverjir taka að sér að stýra liðunum. Stjörnuleikurinn er styrktarleikur eins og venjulega og rennur allur ágóði til Downsfélagsins. Þetta er einn stærsti íþróttaviðburður […]
Farið yfir lífshlaupið í maraþoni í Valencia

Í Vestmannaeyjum hefur hlaupamenning verið hratt vaxandi undanfarin ár, Puffin Run nýtur sívaxandi alþjóðlegra vinsælda, hlaupahópurinn Eyjaskokk er áberandi og stýrir ofurhlauparinn Friðrik Benediktsson skipulögðum hlaupaæfingum ásamt því að fjölmargir áhugahlauparar finnast víða skokkandi um Eyjuna þvera og endilanga. Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson eru áhugahlauparar sem hafa í gegnum tíðina stundað útihlaup nokkuð reglulega og tekið oft þátt […]
Samningurinn fái eðlilega og gegnsæja umfjöllun á þingi

„Þetta kom mér í opna skjöldu. Það skortir upplýsingar um forsendur samkomulagsins, af hverju Ísland gaf eftir aflahlutdeild, af hverju fallist var á löndunarskyldu í Noregi, áhrifamat niðurstöðu samkomulags fyrir Ísland og hver eru næstu skref varðandi aðra samningsaðila sem vantar inn í samkomulagið,“ segir Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um nýgerðan samnings […]
Tíu fjölskyldur í Eyjum fá matarúttekt

Krónan hefur afhent Landakirkju jólastyrk sem safnað var fyrir í söfnun Krónunnar og viðskiptavina á aðventunni og mun hann nýtast tíu fjölskyldum í Vestmannaeyjum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu […]
Síldarvertíðinni að ljúka

Síldveiðar úr íslensku sumargotssíldinni hafa gengið þokkalega hjá Ísfélaginu á yfirstandandi vertíð, að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra félagsins. Veiðarnar hófust um 10. nóvember og nú er verið að landa síðasta farminum fyrir jólafrí. Veiðarnar hafa að mestu farið fram vestur af landinu, eða um 80–100 sjómílur vestur af Faxaflóa. Tæp 12 þúsund tonn veidd Ísfélagið […]
Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út?

Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á […]
„Æðisleg kósý stund“

Jólahvísl verður haldið í Vestmannaeyjum sunnudaginn 21. desember nk.. Viðburðurinn hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem hluti af aðventunni hjá mörgum Eyjamönnum. Um er að ræða lágstemmdan jólatónleikaviðburð þar sem áhersla er lögð á notalega stemningu, vönduð hljómgæði og boðskap jólanna. Helgi Tórz, einn af aðstandendum Jólahvíslsins, segir hugmyndina á bak við […]
ÍBV með stórsigur á ÍR

Kvennalið ÍBV vann stórsigur á ÍR, í upphafsleik 11. umferðar Olís deild kvenna, í Eyjum í dag. Leikurinn var í járnum framan af og var staðan jöfn, 11:11 eftir 20 mínútur. Eyjakonur skoruðu fjögur mörk í röð á stuttum kafla og komust í 15:11. Eyjakonur leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 20:13. Eyjakonur voru með […]
Jólahúsið 2025 er að Búhamri 64

Jólahús Vestmannaeyja árið 2025 er að Búhamri 64. Lionsmenn afhentu viðurkenningu núna áðan, en það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur sem stendur að vali á Jólahúsinu ár hvert. Formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja, Sævar Þórsson, afhenti viðurkenninguna ásamt 30.000 króna inneign hjá HS Veitum til eigenda hússins, hjónanna Bjarna Sigurðssonar og Kristjönu Margrétar Harðardóttur. […]
Nýir raforkustrengir komnir í rekstur

Í dag var stigið stórt skref í raforkusögu Vestmannaeyja þegar Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur. Fram kemur í tilkynningu frá Landsneti að með tilkomu nýju strengjanna eykst afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og sjá nú þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni. „Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan […]