Slippurinn In Memoriam – Síðasta kvöldmáltíðin

„Ég gekk út af Slippnum í síðasta sinn í gærkvöldi. Aldrei hef ég snætt níu rétta veislumáltíð (myndir fylgja af ígulkerjum, skötuselskinnum og skyrdesert!) með meiri trega; eiginlega með kökk í hálsinum í hverjum bita! Fjórtán sumra sælkeraveislu er lokið. Frumlegasti og að flestu leyti besti veitingastaður á Íslandi skellir formlega í lás í kvöld,“ […]

Fimm marka tap hjá Eyjakonum fyrir norðan

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti KA/Þór á Akureyri í annarri umferð Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með 30-25 sigri KA/Þórs. Fyrri háfleikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Eyjakonur náðu tveggja marka forystu þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks en KA/Þór sneri taflinu við og […]

Afar mikilvægt að öll börn nái góðri lestrarfærni

„Mín framtíðarsýn er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist […]

Skólastjórar GRV – Kveikjum neistann verkefni sem virkar

Fyrir fimm árum kynnti Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík fyrir okkur þessa hugmynd, Kveikjum neistann sem hann hafði þróað í sínum störfum og rannsóknum. Okkur leist mjög vel á umgjörðina, mér ekki síst því hún byggir á mjög sterkum og traustum vísindum. Eitthvað sem að mínu […]

Saltfisksala ÍBV

Bryggjudagur 2022 Opf

Saltfisksala verður hjá meistaraflokkum ÍBV í handbolta, á morgun, sunnudaginn 14. september milli kl. 14:00 og 16:00 á Skipasandi. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að boðið sé upp á ljúffengan saltfisk á frábæru verði – styðjum um leið meistaraflokkana okkar! Þorskhnakkar (beinlausir) – 3.500 kr/kg. Flök (beinlaus) – 2.500 kr/kg. Nýjar íslenskar kartöflur – 750 […]

Stelpurnar mæta KA/Þór fyrir norðan

Eyja 3L2A9749

Heil umferð verður leikin í Olís deild kvenna í dag. Á Akureyri tekur KA/Þór á móti ÍBV. Bæði lið sigruðu leiki sína í 1. umferð. Eyjakonur unnu Fram á meðan norðanstúlkur sigruðu Stjörnuna. Flautað verður til leiks klukkan 13.30 í KA heimilinu í dag. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Lau. 13. Sept. 25 […]

Eyjamenn með sigur á Stjörnunni

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Stjörnunni í annari umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Leiknum lauk með 37-27 sigri heimamanna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en þegar líða tók á hálfleikinn juku Eyjamenn forskotið og staðan í hálfleik 19-15. Eyjamenn voru með mikla yfirburði í síðari hálfleik. Þegar um […]

Seinkun hjá Baldri vegna bilunar – uppfært

20250909 203208

Baldur átti að sigla frá Landeyjahöfn klukkan 17.00 en var hins vegar að leggja úr höfn þegar þessi frétt er skrifuð kl. 17.50. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er um að ræða bilun í stjórnbúnaði skipsins sem tókst að gera við. Í tilkynningu frá Herjólfi sem var að birtast á facebook síðu félgsins segir að Baldur sé […]

Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni

Vsv 24 IMG 6301

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu. „Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir […]

Ísfélag – Makrílvertíð lokið og síldarvertíð tekur við

Makrílvertíð félagsins gekk vel þar sem allur kvóti félagsins, 22.300 tonn, kláraðist. Fyrstu 5.400 tonnunum var landað í Vestmannaeyjum, en tæplega 17.000 tonnum var landað á starfstöð félagsins á Þórshöfn og var þar met makrílvertíð. Vel gekk að vinna afurðir úr aflanum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að ganga vel til verka. Öll uppsjávarskip félagsins, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.