10-12 íbúðir ofan á Klett?

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var tekin fyrir fyrirspurn vegna skipulagsbreytinga við Strandveg 44, þar sem nú stendur söluturninn Klettur. Fram kemur í skýringum í fylgiskjali að gerð sé tillaga af breytingu á nýtingu á lóð fyrir Strandveg 44. Núverandi hús verður fjarlægt og byggð nýbygging með bílakjallara. Hlutverk jarðhæðar mun haldast óbreytt og […]
Enn er blásið til Eyjatónleika í Hörpu

„Elsku vinir, þá liggur þetta fyrir og ég held að fólk eigi von á geggjuðum tónleikum. Við erum afar sátt með listafólkið sem verður með okkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson sem ætlar ásamt Guðrúnu Marý Ólafsdóttur, konu sinni að slá í 14. Eyjatónleikana í Hörpunni í janúar. Þetta kemur […]
Setja á fót menningar- og listasjóð

Umgjörð og reglur fyrir verkefnið “Viltu hafa áhrif“ hefur verið tekið til endurskoðunar hjá bæjaryfirvöldum. Ástæða þess er að sjóðurinn hefur þróast og breyst frá upphaflegum markmiðum í gegnum árin. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Þar er einnig greint frá því að Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hafi farið yfir verkefnin sem hafa […]
Eyjamenn í góðri stöðu eftir sigur á Fjölni

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Fjölni, 30:22 í fjórðu umferð Olísdeildar karla á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Afturelding. Ofar eru Haukar, Grótta og FH, öll með sex stig og FH á toppnum. Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk, Sigtryggur […]
Vel heppnuð uppskeruhátíð Sumarlesturs

„Við áætlum að um 100 manns hafi mætt og gert með okkur glaðan dag. Bergrún Íris barnabókarithöfundur og teiknari var með skemmtilegt erindi,“ segir á Fésbókarsíðu Bókasafnsins um vel heppnaða uppskeruhátíð Sumarlestursins s.l. laugardag. „Við vorum með happdrætti úr miðum fyrir hverja lesna bók í sumar, hægt var að fá ofurhetjumyndir af sér, sækja glaðning […]
„Frábær fiskur, stór, góður í flökun, góður í frystingu“

Síðustu vikur hafa aðallega snúist um veiðar og vinnslu á norsk-íslenskri síld. Sér brátt fyrir endann á þeirri vertíð hjá uppsjávarskipum Vinnslustöðvarinnar, segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Næst er það kolmunni og íslenska sumargotssíldin „Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Ennfremur segir hann […]
Svipmyndir frá Eyjum

Það var líf og fjör um Heimaey í dag, líkt og sjá má í þessu skemmtilega myndbandi sem Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á. (meira…)
Þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum

Árlegur fundur strandgæslna á Norðurlöndum fer fram í dag í Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar er fundurinn haldinn á Íslandi að þessu sinni. Fundað var í Finnlandi í fyrra og í Noregi á næsta ári. „Það þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni enda er saga Landhelgisgæslunnar tengd […]
Afkomendur Guðlaugar Pétursdóttur gefa til Hollvinasamtaka Hraunbúða

Í gær afhentu systkinin Pétur, Guðrún og Jóhann – fyrir hönd afkomenda Guðlaugar Pétursdóttur – Hollvinasamtökum Hraunbúða gjafabréf að upphæð 1.700.000,-. Gjafabréfið er gefið til minningar um Guðlaugu Pétursdóttur frá Kirkjubæ og eru gefendur Guðrún Rannveig, Jónas Sigurður, Pétur Sævar og Jóhann Þór Jóhannsbörn auk maka, barna og barnabarna. Halldóra Kristín Ágústsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Hraunbúða […]
Geðlestin í safnaðarheimilinu í kvöld

Í tilefni af Gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og […]