Matur frá Suður-Ameríku, Mexíkó og Bretlandi í brennidepli

:: Hátíð sem skilur eftir sig í markaðssetningu fyrir Vestmannaeyjar til lengri tíma :: Konur í framlínunni – Salka Sól Örvarsdóttir – salka@eyjafrettir.is Frosti Gíslason, verkefnastjóri MATEY Seafood Festival, er hæstánægður með vel heppnaða sjávarréttahátíð sem haldin var í þriðja skiptið dagana 5. til 7. september. Allt hafi gengið að óskum og hann ánægður með þátttökuna. „Við […]
Íslenska sjávarútvegssýningin – myndir

Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin í Smáranum í síðustu viku. Þetta var sérstök afmælissýning enda fjörutíu ár síðan IceFish var fyrst haldin. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum atvinnugreinarinnar. Eyjafréttir voru á staðnum og má sjá myndasyrpu Óskars Péturs frá sýningunni hér að neðan. (meira…)
Björgunaræfing áhafnar Herjólfs í myndum

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með björgunaræfingu um borð í Herjólfi í gær. Æfingin var umfangsmikil og komu margir við sögu eins og myndir Óskars Péturs sína. Skugga bar þó á því kona úr áhöfninn meiddist á fæti. „Fyrr í dag fór fram björgunaræfing áhafnar Herjólfs þar sem móðurbáturinn í STB MES kerfinu var sprengdur […]
Listaréttir sem Herjólfur hefði notið með sínu fólki

Saltfiskveisla í boði verðlaunakokka í Herjólfsdal: Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta, glampandi sól, iðagrænar brekkur og hamraveggir sem saman mynda það djásn sem Dalurinn er. Þar kom saman hópur föstudaginn 6. september til að smakka á saltfiski sem verðlaunakokkar frá Ítalíu, Portúgal og Spáni buðu upp á. Það var fátt sem minnti á okkar hefðbundna saltfisk […]
Makríllinn vonbrigði en góður gangur í síldinni

Enn eru óveidd um 30.000 tonn af 120.000 tonna heildarkvóta Íslendinga í makríl þetta árið. Ekki hefur veiðst makríll síðan í ágúst og nú hefur flotinn snúið sér að veiðum á norsk-íslensku síldinni og hafa veiðar gengið vel. „Makrílinn endaði þannig að við veiddum tæp 10.000 tonn og áttum eftir um 5500 tonn. Veiðin var […]
Keppast við að fá Írisi á lista?

„Það er sagt að þú sért einn eftirsóttasti bitinn í pólitíkinni þessa dagana og að flokkarnir keppist við að bjóða þér sæti á lista. Ertu á leið í landsmálin?“ spurði stjórnandi Silfurs á RÚV Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í þætti kvöldsins. Þar var Íris einn af fjórum gestum sem fóru yfir stöðuna í pólitíkinni […]
Hleður veggi með hamar og meitil að vopnum

„Ég heiti Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir, úr Dýrafirði, bý í Hafnarfirði núna en er og verð alltaf Dýrfirðingur,“ segir snaggaraleg kona á óræðum aldri sem er að hlaða veggi á bílastæðinu vestan við Kiwanishúsið. Verður svarafátt þegar blaðamaður segir ekki algengt að sjá konur í þessu starfi. Lætur samt ekki slá sig út af laginu. […]
Umhverfis-viðurkenningar afhentar

Umhverfisviðurkenningar Rótarí og Vestmannaeyjabæjar voru afhentar í Ráðhúsinu í dag. Eftirtaldar eignir og einstaklingar fengu umhverfisviðurkenningar að þessu sinni: Fegursti garðurinn: Hólagata 21. Kolbrún Matthíasdóttir og Hörður Pálsson. Snyrtilegasta eignin: Gerðisbraut 4. Ágúst Halldórsson og Hólmfríður Arnar (Lóa). Endurbætur til fyrirmyndar: Heimagata 26. Barbora Gorová og Gísli Matthías Sigmarsson. Snyrtilegasta fyrirtækið: Næs. Gísli Matthías Auðunsson […]
Slasaðist á björgunaræfingu

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað […]
Björgunaræfing á Herjólfi

Breyting varð á áætlun Herjólfs í dag vegna umfangsmikillar björgunaræfingar áhafnarinnar. Siglt var í morgun og svo aftur í kvöld. Frá Eyjum 19:30 og 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 20:45 og 23:15. Óskar Pétur fylgdist með æfingunni og tók hann þessa mynd um borð björgunarskipinu Þór sem tók þátt í æfingunni. Eyþór Þórðarson er við stjórnvölinn […]