Matur frá Suður-Ameríku, Mexíkó og Bretlandi í brennidepli
25. september, 2024
Gísli Matt í góðum selskap á Slippnum. F.v. Dan Silver, Rosie May Maguire, Ernesto Puga, Gísli Matthías Auðunsson, Renata Zalles, Adriana Solis Cavita og David Mathew Selvam. Mynd: Karl Petersson.

:: Hátíð sem skilur eftir sig í markaðssetningu fyrir Vestmannaeyjar til lengri tíma :: Konur í framlínunni – Salka Sól Örvarsdóttir – salka@eyjafrettir.is

Frosti Gíslason, verkefnastjóri MATEY Seafood Festival, er hæstánægður með vel heppnaða sjávarréttahátíð sem haldin var í þriðja skiptið dagana 5. til 7. september. Allt hafi gengið að óskum og hann ánægður með þátttökuna. „Við erum ánægð með viðtökur heimafólks og líka gestanna sem komu. Gestakokkarnir sem að komu þetta árið stóðu sig alveg svakalega vel og við fengum líka gesti frá Íslandsstofu, sem sagt kokkanema sem höfðu sigrað í saltfisksmatreiðslukeppni í Suður-Evrópu og fengu það að verðlaunum að koma til Íslands. Það var gaman að fá þau og þau héldu flotta saltfisksveislu,“ segir Frosti um hátíðina í ár.

Þetta árið voru konur í framlínunni á hátíðinni þar sem að gestakokkarnir voru eingöngu kvenkyns og komu þær víða að úr heiminum. Á Slippnum var hin hæfileikaríka Rosie May Maguire frá Bretlandi, á Einsa Kalda var bólivíski matreiðslumeistarinn Renata Zalles, og á veitingastaðnum GOTT réði hin mexíkóska Adriana Solis Cavita ríkjum.

Einar Björn Árnason og Renata Zalles frá Bolivíu. Mynd: Karl Petersson.

Samstaðan í Eyjum eftirtektarverð

„Við fengum einnig erlenda blaðamenn frá Spáni og Bretlandi, og svo frá Íslandi líka. Erlendu gestirnir voru sérstaklega ánægðir með fólkið hérna á eyjunni og samfélagið, hvað allir standa vel saman, og fannst það vera eitthvað sem er mjög eftirtektarvert. Þau voru ánægð að sjá þetta samstarf á milli fiskvinnslufyrirtækjanna, veitingastaðanna og ferðaþjónustunnar. Eins fannst þeim fólkið sem þau rákust á vinalegt og þau voru ánægð með móttökurnar í alla staði,“ segir Frosti.

Á lista The New York Times og Time Out

Hvert er mikilvægi hátíðarinnar að þínu mati? „Í fyrsta lagi skilur hún mikið eftir sig af þekkingu. Þekkingu fyrir starfsfólk veitingastaðanna, því við erum að fá nýja þekkingu þar inn, og líka þekkingu á hreinlega meðhöndlun þess hráefnis sem við erum með hérna og nýja nálgun á því. Það er líka þekkingarmiðlun til fiskvinnslanna og framleiðendanna upp á raunverulega hvernig við getum nýtt hráefnið og borið það fram á nýjan hátt. Þetta skilur líka eftir sig í markaðssetningu fyrir Vestmannaeyjar til lengri tíma. Á síðustu MATEY fengum við erlenda blaðamenn frá The New York Times og Time Out sem skrifuðu mjög jákvæðar greinar og settu okkur á lista yfir staði sem ætti að heimsækja árið 2024, og miðað við viðbrögð þessa erlendu blaðamanna sem voru núna þá á ég von á jákvæðum skrifum frá þeim,“ segir Frosti og bætir við að jákvæð fréttaumfjöllun sem þessi aðstoði Vestmannaeyjar að festa sig enn betur í sessi sem eitt helsta sjávarsamfélag landsins og sem einn helsta mataráfangastað Íslands.

Hann vill koma þökkum áleiðis til allra þeirra fjölmörgu sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt, til allra samstarfsaðila sem og gesta hátíðarinnar. Hann þakkar Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja sem standa á bak við hátíðina og færir NORA sérstakar þakkir fyrir að styrkja hátíðina. Sjávarfangið kom frá Ísfélaginu, VSV, Leo Seafood og Iðunni Seafood. Omnom sá um súkkulaðið og Ölgerðin Egill Skallagrímsson um vín, gos og áfengi í kokteilana. Ölstofa The Brothers Brewery bruggaði bjór í tilefni hátíðarinnar og bauð upp á við setningu hátíðarinnar.

Rosie May Maguire frá Manchester ásamt Sigurði Gíslasyni. Mynd: SSÖ.

 

Glöggt er gests augað

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og eigandi veitingastaðanna Slippsins og Næs í Vestmannaeyjum og Skál í Reykjavík var viðstaddur á opnunarhátíðinni sem fór fram í Sagnheimum í Safnahúsi Vestmanneyja degi fyrir hátíðina. Gísli situr í framkvæmdaráði hátíðarinnar ásamt Frosta og Berglindi Sigmarsdóttur. „Það er búið að ganga alveg fáránlega vel. Þetta er náttúrulega þriðja árið og við erum svona alltaf að læra meira og meira inn á þetta. Við erum að fá svo frábæra kokka sem eru að vinna með okkur í þessu og líka bara þvílíkan stuðning frá fiskvinnslunum og fyrirtækjunum í ferðaþjónustunni. Það hafa einhvern veginn allir verið tilbúnir að hjálpa til að láta þetta verða að veruleika,“ segir Gísli sem kynnst hefur gestakokkunum frá því að hann hefur verið að vinna út í heimi.

„Eins og Adriana, sagan hennar er mögnuð en hún var kokkur á pínulitlum stað í New York og núna, ellefu árum seinna, á hún bara risa veitingastað við Oxford street í London. Það er bara svo magnað að sjá hvað tengingarnar í þessum geira eru mikilvægar og það getur gefið okkur sem samfélagi svo mikið að hafa þær. Glöggt er gests augað og allt það,“ segir Gísli sem kynntist Adriönu í New York.

Melkorka Mary, Jordan og Gísli Matt á opnunarhátíðinni á Sagnheimum. Mynd: SSÖ.

Íslendingar þurfi ekki að hræðast chili-piparinn

Adriana Solis Cavita er fædd og uppalin í Mexíkóborg. Hún rekur sinn eigin veitingastað í Marylebone hverfinu í hjarta London sem ber heitið Cavita og býður upp á hefðbundinn mexíkóskan mat. Það var ljóst að Adriana var full af spennu yfir því að heimsækja Ísland í fyrsta skipti, sérstaklega Vestmannaeyjar og að elda ofan í lýðinn á veitingstaðnum GOTT. Ernesto Puga, yfirmatsveinn hennar fylgdi með til landsins og var henni til halds og trausts í eldhúsinu. Hún lýsti yfir áhuga sínum á því að læra meira um staðbundin hráefni og sjálfbærni, sérstaklega í sjávarútveginum.

Matseðill hennar á hátíðinni innihélt einstaka blöndu af ekta mexíkóskum brögðum og nýsköpun. Þar á meðal var boðið upp á esquites sem er hefðbundinn mexíkóskur götubiti, ofnbakaðan sólkola marineraðan í blönduðum mexikóskum chili og buñuelos sem er djúpsteikt sætabrauð stráð með flórsykri og var borið fram með krydduðu vanillukremi og ferskum berjum. Adriana vonar að heimamenn fóru frá hátíðinni með nýja þekkingu og þakklæti fyrir mexíkóska matargerð og fullvissar þá um að „chili þarf ekki að vera jafn sterkt og fólk heldur.“

Jóhann Guðmundsson með bjórinn sem Ölstofan The Brothers Brewery bruggaði sérstaklega fyrir hátíðina. Mynd: Karl Petersson.

Ólíkt öllu sem ég hef upplifað áður

„Við höfum farið um alla eyjuna síðustu daga, skoðað allt sem hægt er að sjá og það er eins og hvert sem maður lítur er eitthvað nýtt og algjörlega ólíkt öllu sem ég hef upplifað áður. Síðustu dagar hafa verið eins og í bíómynd. Útsýnið er ótrúlegt og ég held að það sé ekkert líkt þessu annars staðar í heiminum,“ sagði Rosie May Maguire sem kemur frá veitingastaðnum Higher Ground í Manchester.

Eitt af því sem fékk Rosie til að gerast kokkur er hvernig matur getur sameinað fólk og þá sérstaklega á hátíðum sem þessum sem gefa manni tækifæri til að prófa eitthvað nýtt sem maður hefur ekki áður smakkað.

Aðspurð út í samstarfið við Slippinn lýsti Rosie því sem afar ánægjulegri reynslu. „Ég hef verið mjög heppin því teymið á Slippnum er alveg ótrúlegt. Samtölin okkar síðustu vikur um matseðilinn hafa verið mjög opin og frjálsleg. Það hefur verið frábært því við erum að hugsa með svipuðum hætti en samt erum við að sameina hugmyndir okkar á sama tíma. Ég finn virkilega að við höfum unnið ótrúlega vel saman og þau hafa verið frábær í eldhúsinu.“

Adriana Solis Cavita var ánægð með helgina. Mynd: SSÖ.

Ómetanlegt að fá svona stór nöfn innan matreiðslunnar

 Renata kemur alla leið frá Kaupmannahöfn þar sem hún kynntist Gísla fyrr á þessu ári. „Við urðum strax góðir vinir og þegar hann sagði mér frá hátíðinni þá vissi ég að ég vildi vera með. Gísli er ótrúlega hæfileikaríkur kokkur og það er spennandi að vinna með honum og hinum kokkunum sem taka þátt,“ segir hún.

Matseðill Renötu á Einsa Kalda sameinaði bragðtegundir frá Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu. Hún er frá Bólivíu, en vegna þess hve erfitt er að finna hráefni frá Bólivíu utan landsins hefur hún tekið innblástur frá öðrum löndum í Suður-Ameríku. „Ég hef líka starfað í Bangkok í tvö ár, þar sem ég kynntist makanum mínum sem er frá Indlandi,“ en saman undirbúa þau opnun nýs veitingastaðar í Kaupmannahöfn sem heitir Stuffed og verður spennandi viðbót fyrir Íslendinga sem ferðast reglulega til Danmerkur og vilja upplifa fjölbreytta alþjóðlega matargerð í hjarta Kaupmannahafnar.

Mæðgin Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir og Frosti Gíslason. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson.

„Við ætlum að opna í lok október eða byrjun nóvember, og hugmyndin er að kynna fólki fyrir réttum eins og empanadas frá Suður-Ameríku, samósum frá Indlandi og dumplings frá Suðaustur-Asíu. Við leggjum áherslu á að gera matinn aðgengilegan, en halda honum ekta. Þetta verður ódýr, óformlegur staður sem þú getur borðað á með höndunum,“ útskýrir hún.

„Við fengum til okkar hana Renötu og getum við ekki annað en tekið svo margt jákvætt frá samstarfinu með henni. Hún er ótrúlega fær matreiðslumaður,“ segir Einar Björn Árnason sem er í skýjunum með hátíðina og segir samstöðuna meðal allra kokka og samstarfsmanna staðanna allra standa upp úr og sú fagmennska sem lögð var í alla umgjörðina.

„Að fá svona stór nöfn innan matreiðslunnar er eiginlega bara ómetanlegt og er maður afar þakklátur fyrir að þetta skuli hreinlega vera hægt,“ segir Einar að lokum og notar tækifærið til að þakka öllum þeim sem komu að hátíðinni. „Verð nú að nefna Frosta, hann er ómetanlegur þegar kemur að skipulagningu á þessari hátíð. Svo eru bara svo margir sem að þessu koma og hjálpa til við að láta þetta ganga upp eins og til dæmis sjávarútvegsfyrirtækin okkar og fleiri ómetanlegir aðilar.“

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst