Saga Eyjafrétta spannar 50 ár

Omar-Gardarsson-scaled (1)

Á þessu ári eru Fréttir/Eyjafréttir 50 ára og í tíu ár hefur Eyjar.net verið rekið af Tryggva Má Sæmundssyni sem nú hefur sameinast Eyjafréttum undir Eyjasýn. Stefnan er tekin á öfluga fjölmiðla, eyjafréttir.is og blaðið Eyjafréttir þar sem ritstjórarnir Ómar Garðarsson og Tryggvi Már sameina krafta sína. Afmælisins verður minnst á sunnudaginn, 7. júlí með […]

Sýndu söngleik á Stakkó

DSC_6340

Leikhópurinn Lotta sýndi í dag glænýjan íslenskan fjölskyldusöngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans á Stakkagerðistúni. Flestir kannast við vinalega bangsann hann Bangsimon, vini hans Gríslinginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persónurnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur. Eins og Lottu er […]

Framlengt við Fab Lab

24052103_fablabundirrit_stjr

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafa ákveðið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. […]

Bergur með góðan túr

Bergur VE

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann fyrst spurður um samsetningu aflans. „Í þessum túr var aflinn mest ýsa og síðan töluvert af kola og steinbít. Það var hins vegar lítið af þorski í aflanum og staðreyndin er sú að […]

Fleiri á net Eyglóar

linuborun_0423

Neðangreind hús hafa nú verið tengd við ljósleiðaranet Eyglóar og geta íbúar þeirra haft samband við sína þjónustuveitu og pantað ljósleiðaratengingu. Fyrirkomulagið er þannig að Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja […]

Uppsjávarfyrirtæki styrkja rannsóknir

sjómenn_not_opf

Fyrirtæki í uppsjávariðnaðinum hafa ákveðið að styrkja síldarverkefni, sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í, um rúmlega 4,3 milljónir. Í tilkynningu frá SFS segir að verkefnið sé framhald á samnorrænu rannsóknaverkefni á stofnerfðafræði síldar í Noregshafi og hafsvæðunum í kring og aðgreiningu þeirra með erfðafræðilegum aðferðum. Afli síldar fyrir austan Ísland og í Noregshafi er gjarnan blanda […]

Forsölu til félagsmanna ÍBV að ljúka

DSC_7628

Sölu svokallaðra félagsmannamiða á Þjóðhátíð líkur næstkomandi föstudag, 5. júlí. Þar geta þeir sem eru skráðir félagsmenn í ÍBV-íþróttafélagi fengið miðann á 21.990,- Um helgina var tilkynnt um að FM95BLÖ mæti í Dalinn á Þjóðhátíð…með afa. Þetta er í áttunda skipti sem þeir félagar mæta og gera allt vitlaust á Brekkusviðinu. Þá segir að Helgi […]

„Alltaf góð hugmynd“

Það er kominn júlí og allt að gerast í Eyjum. Framundan er Goslokahátíð. Atvinnulífið á fleygiferð. Skemmtiferðaskip í heimsókn og svo mætti lengi telja. Ferð til Eyja er alltaf góð hugmynd. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar hér að neðan. https://www.youtube.com/watch?v=N0hR6odVbHo (meira…)

Lokað í Safnahúsi vegna útfarar

safnah_2022_tre

Jóna Björg Guðmundsdóttir fyrrv. héraðsskjalavörður verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 2. júlí kl. 13 í Landakirkju. Safnahús Vestmannaeyja verður lokað kl. 12 – 15 í dag af þeim sökum, segir í tilkynningu. (meira…)

„Eyjar – Gos – Tónlist & Sögur“

helgi_p

„Eyjar – Gos – Tónlist & Sögur“ í Eldheimum á fimmtudagskvöld hefur mælst svo vel fyrir að jafnvel verður dagskráin endurtekin síðdegis á föstudeginum.“ Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Jafnframt segir að á dagskránni verði tónlist frá eldfjallaeyjum, frásagnir Helga P. frá fjáröflunarferðum erlendis 1973 og þekktustu lög Ríó tríós. Tónleikar þar sem í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.