Líf og fjör á vorhátíð Hollvinasamtaka Hraunbúða – myndir

Á laugardaginn stóðu Hollvinasamtök Hraunbúða fyrir veglegri vorhátíð þar sem íbúum og gestum var boðið til mikillar veislu með skemmtiatriðum og mat. Aðsókn var góð og allir skemmtu sér vel, gestir og íbúar. Svo skemmtilega hittist á að sama dag komu 54 konur úr Kvenfélaginu Heimaey, félagi Eyjakvenna í Reykjavík færandi hendi. Afhentu þær fimm […]
Karl Gauti Hjaltason formaður Taflfélags Vestmannaeyja

Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja var haldinn í skákheimili TV 1. júní sl. Í skýrslu stjórnar kom fram að helstu póstar í starfsemi félagsins voru Skákþing Vestmannaeyja 2023 , skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vm. og þátttaka í Íslandsmóti skákfélags 2022-2023. TV sendi þrjár sex manna sveitir á Íslandsmót skákfélaga sem fram fór í Fjölnishöllinni í Grafarvogi í okt. 2022 og mars 2023 […]
Stelpurnar taka þátt í EHF Cup

HSÍ sendi skráningu til EHF í gær vegna Evrópukeppni kvenna. Að þessu sinni verða tvö íslensk lið skráð í keppnina en það eru Valur og ÍBV. Valur er skráði sig til þáttöku í Evrópudeild EHF og ÍBV í EHF Cup. Á síðasta tímabili voru það þrjú lið sem tóku þátt í Evrópukeppninni en í ár […]
Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

Fram kemur á vef þjóðkirkjunnar að kjör til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fór fram dagana 7.-12. júní. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi var endurkjörinn vígslubiskup og fékk hann 425 atkvæði eða 54,98% atkvæða. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði […]
Eygló opnar fyrir ljósleiðara í Áshamri og Bessahrauni

Í gær sendi Eygló fjarskiptafyrirtækjunum lista yfir þau hús í Áshamri og Bessahrauni sem eru nú tengd ljósleiðaraneti Eygló, þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Íbúar eftirtalinna húsa í Áshamri og Bessahrauni geta nú haft samband við sína þjónustuaðila og kannað hvort að þeir séu ekki tilbúnir með ljósleiðaratengingu fyrir þá. Áshamar 17, 19, […]
STÓRTÓNLEIKAR Á STÓRA TÍMAMÓTAÁRINU í ELDHEIMUM

Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum heldur tónleika í Eldheimum í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 15. júní kl. 17. Það er mikill heiður og fengur að fá þetta fjölhæfa fólk til að spila í Vestmannaeyjum. Á efnisskránni eru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert.. […]
Fimm hönnuðir hanna svæðið við Löngulág

Deiliskipulag við malarvöll og Langalág var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni sem leið. Skipulagsfulltrúi kynnti afrakstur vinnu starfshóps um gerð deiliskipulag við Malarvöll og Löngulág. Fimm hönnuðir voru fengnir til að hanna heildar fyrirkomulag skipulagssvæðisins í samræmi við verkefnislýsingu. Tveir utanaðkomandi sérfræðingar voru fengnir til aðstoðar starfshópnum við mat á hönnunartillögum; […]
Rekstur sveitarfélagsins er að þyngjast

Lögð voru fyrir bæjarráð í vikunni sem leið drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti fyrir bæjarsjóð. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 2,8% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 8,7% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er jákvæð. Bæjarstjóri lagði áherslu á mikilvægi þess að gætt sé […]
Vígsla gönguleiðar “Brúkum Bekki” – Myndir

Í dag var vígsla fyrstu gönguleiðar “Brúkum bekki” haldin við upphaf göngustígs sunnan við Hamarskóla. “Að Brúka bekki” er samfélagsverkefni Félags sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnan við Hamarskóla, upp á Spyrnubraut og aftur niður eftir. Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili þar […]
Kvenfélagið Heimaey – Vígsla bekkja við Hranbúðir

Í dag laugardaginn 10. júní 2023 klukkan ca. 11:35 verður vígsla fyrstu gönguleiðar “Brúkum bekki”. Vígslan verður við upphaf göngustígs sunnan við Hamarskóla, Hraunbúðarmegin. „Að brúka bekki“ er samfélagsverkefni sem Félag sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Verkefnið felur í sér að setja upp 1 km gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum sem lakir eru […]