Fótbolti úti í Eyjum – Nýtt lag eftir Jón Jónsson

Jón Jónsson hefur samið lag fyrir fótboltamótin í Vestmannaeyjum og er það komið inn á Spotify, hægt að hlusta hér: https://open.spotify.com/album/1jawUcb0Qfxj9vfAnjkx6A… Í tilkynningu frá Orkumótinu eru keppendur hvattir til að læra textann áður en þeir koma, til að geta sungið með þegar Jón mætir á kvöldvökuna til að frumflytja lagið. Textan má lesa hér að […]
Veiðigjald – Þrefaldast – Vestmannaeyjar borga mest

„Alls greiddu útgerðir um 1.852 milljónir króna í veiðigjald vegna veiða í mars. Vafalaust hafa tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi aldrei verið meiri í einum mánuði. Þetta er þreföld sú fjárhæð sem útgerðir greiddu fyrir veiðar í mars í fyrra, en þá nam heildarfjárhæð veiðigjaldsins 617 milljónum króna.“ „Þetta kemur fram á radarinn.is þar sem segir […]
Rekstrarkostnaður leikskólaplássa aukist verulega milli ára

Á fundi Fræðsluráðs Vestmannaeyja var farið yfir umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála. Framkæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusvið fór yfir vinnuskjal með upplýsingum um rekstararkostnað leikskólaplássa sem hefur aukist verulega milli ára, m.a. vegna fjölgunar barna í yngsta aldurshópi. Jafnframt fór hann yfir kostnaðartölur við leikskólavist hvers árgangs. Ráðið óskar eftir því að það verði útfært […]
Úrslitaeinvígið heldur áfram í dag

Annar leikur í úrslitaeinvígi ÍBV og Hauka fer fram í dag kl. 18.00 á Ásvöllum í Hafnafirði. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Eyjum á laugardaginn síðastliðinn þar sem ÍBV sigraði Hauka 33-27 eftir kaflaskiptan leik. Staðan í hálfleik var jöfn 14:14. Okkar menn sýndu gríðarlegan mikinn karakter og snéru leiknum alveg á hvolf með […]
Virðisaukaskattur felldur niður á saltfiski í Portúgal

Ríkisstjórn Portúgals hefur hætt tímabundið að innheimta virðisaukaskatt við sölu nokkurra tegunda matvara í innkaupakörfum landsmanna, þar á meðal af ferskum og söltuðum þorski. Á þessar vörur var áður lagður 6% virðisaukaskattur en hann er niður felldur frá 18. apríl til 31. október 2023. Að óbreyttu verður skattheimtan færð í fyrra horf í haust, alla […]
Stefna á að malbika Vesturveg um mánaðarmótin

Framkvæmdir við Vesturvegur voru til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið, framkvæmdir hafa staðið síðan síðasta haust og er íbúa og vegfarendur í viðgötuna farið að lengja eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Vesturvegi. Áætlað er að malbika um mánaðarmót maí/júní. Í kjölfarið er farið í að helluleggja kantstein […]
Það fer nú að verða verra ferða veðrið

Það er útbreidd tómstundaiðja á Íslandi að láta sumarveðrið valda sér vonbrigðum og jafnvel láta það fara í taugarnar á sér. Vestmannaeyingar hafa þó síðustu ár getað stólað á þokkalegt veður í maí mánuði. Því hefur ekki verið fyrir að fara þetta árið og ætlar mánuðurinn að enda með látum ef eitthvað er að marka […]
Miðasala hafin á Rocky Horror í Þjóðleikhúsinu

Sýningu Leikfélags Vestmannaeyja á Rocky Horror var fyrr í þessum mánuði valin athyglisverðusta áhugaleiksýning leikársins 2022-2023. Leikfélagi Vestmannaeyja hefur verið boðið að sýna Rocky Horror á Stóra sviði Þjóðleikhússins þann 10. júní. Nú eru miðar komnir í sölu á tix.is salan gengur vel og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða. (meira…)
Andlát: Steinunn Einarsdóttir

Móðir mín og amma okkar Steinunn Einarsdóttir, myndlistarkona frá Strönd Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 26. maí kl 13 Streymt verður frá athöfninni á https://www.landakirkja.is/ Katrín (Katherine) Rose McClelland Stephanie Collete McClelland Steven Gregory McClelland (meira…)
Valkyrjurnar hans Sigga mega vel við una

Um leið og Valskonum er óskað til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta sem þær unnu verðskuldað eftir sigur í þriðja leik úrslitanna í Vestmannaeyjum í dag verður að taka ofan hattinn fyrir valkyrjunum hans Sigga Braga. Þær hafa skemmt okkur og fyllt stolti með frábærum árangri á tímabilinu. Höfðu betur í bikarnum gegn Val og […]