Valkyrjurnar hans Sigga mega vel við una

Um leið og Valskonum er óskað til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta sem þær unnu verðskuldað eftir sigur í þriðja leik úrslitanna í Vestmannaeyjum í dag verður að taka ofan hattinn fyrir valkyrjunum hans Sigga Braga. Þær hafa skemmt okkur og fyllt stolti með frábærum árangri á tímabilinu. Höfðu betur í bikarnum gegn Val og […]
Meistari endataflsins sýnir hvers hann er megnugur

Enn og aftur sannar Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV karla í handboltanum að hann er meistari endataflsins. Hann sýndi það oftar en einu sinni í undanúrslitunum gegn FH og nú bætist enn ein rósin í hnappagatið hjá honum eftir 33:27 sigur á Haukum í fyrsta leik úrslitanna í Vestmannaeyjum í dag. Staðan var jöfn í hálfleik […]
Að duga eða drepast hjá Eyjakonum

Það er allt undir hjá Eyjakonum sem mæta Val í þriðja leiknum í úrslitum Íslandsmótsins í Eyjum í dag. Valur hefur unnið tvo leiki og á því möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í dag nái þær að sigra. Bæði lið eru án lykilmanna, Birna Berg hefur ekkert verið með ÍBV í einvíginu og Thea Imani hefur verið […]
Yndislegt að vera kominn í úrslit

„Einvígið leggst ótrúlega vel í mig. Það er alveg yndislegt að vera kominn aftur í úrslit og líka fyrir okkur að sýna að við erum stöðugt í baráttu um titla. Við erum alltaf þarna uppi og búum okkur undir það fyrir hvert tímabil að vera klárir á þessum tíma árs að spila handbolta,“ segir Kári […]
Umhverfisvænt sement úr Landeyjasandi

Skipulagsfulltrúi lagði á fyrir til kynningar á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs matsáætlun Heidelberg Cement Pozzolanic Materials ehf (HPM) vegna efnistöku undan strönd Landeyjar- og Eyjafjallasands í Rangárþingi eystra. Fyrirhugað er að vinna 60-75 milljónir rúmmetra af efni á efnistökusvæðinu sbr. meðfylgjandi gögnum. Framkvæmdin fellur í flokk A samkvæmt tl. 2.01 í 1. viðauka við lög […]
Staðfestir leiktímar úrslitaleikja í Eyjum á laugardaginn
Búið er að staðfesta leiktíma á úrslitaleikjum Olísdeildar karla og kvenna sem fram fara í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Verðurútlit hefur oft verið betra og hugsanlegt er að sigla verði frá Þorlákshöfn og aftur til baka um kvöldið klukkan 18. Fyrsti úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla hefst klukkan 13. Þriðja viðureign ÍBV og Vals […]
Smá tilkynning og þakkir frá Skólalúðrasveitinni

Núna um helgina 19.-21.maí stóð til að haldið yrði hér í eyjum landsmót AB skólahljómsveita (það eru yngri nemendur skólahljómsveita). Á morgun áttu að koma hér 700 börn ásamt rúmlega 100 kennurum og fararstjórum. Öll skipulagning hefur verið í samvinnu stjórnar Samtaka íslenskra skólalúðrasveita SÍSL og Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja og hefur gengið vel. Gert var ráð […]
Breytingar á umferð við hafnarsvæði

Skipulagsfulltrúi lagði fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni fundargerð umferðarhóps frá fundi dagsettum 30. mars 2023. Umferðarhópur fjallaði m.a. um eftirfarandi erindi. – Umbætur á beyjuakrein á horni Strandvegs og Heiðarvegs. – Einstefnu á hafnarsvæði við Tangann. – Öryggi gangandi vegfarenda og merkingu gangbrauta við Herjólf. – Bílastæði fyrir stór ökutæki. Ráðið þakkar […]
Leyfi til afnota af bílastæði fyrir matarvagn synjað

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni var tekin fyrir umsókn Hlyns Márs Jónssonar þar sem fyrir hönd Lundanns ehf. sækir um afnot af bílastæðaplani við hlið Lunands veitingahúss fyrir matarvagn 3. – 6. ágúst klukkan 11:00-20:00 hvern dag. Ráðið getur ekki orðið við erindinu og heimilar ekki afnot af bílastæðum utan lóðamarka umsækjenda. (meira…)
KFS flýtir leik vegna veðurs

KFS á leik við Hvíta Riddarann í dag í 3 umferð Íslandsmótsins. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn en var færður vegna veðurs. KFS vann síðasta leik sinn gegn Ými 1-2 í Kórnum síðustu helgi. Sæbjörn Sævar Jóhannsson skoraði bæði mörk KFS í 2-1 sigri á Ými. Arian Ari Morina kom Ýmismönnum í […]