Með fjögurra marka forskot í seinni leikinn

ÍBV vann fjögurra marka sigur, 34:30 á Differdange í Lúxemborg í fyrri leiknum í þriðju umferð Evrópubikars karla í handbolta í gær. ÍBV var 15:12 yfir í hálfleik og hélt þeirri forystu út síðari hálfleikinn og vann að fjögurra marka sigur. Seinni leikurinn er í dag á sama stað og eru Eyjamenn í vænlegri stöðu […]
Ný gerð af sorporkustöðvum lausnin?

Það var með ólíkindum þegar Umhverfisstofnun með fulltingi þáverandi umhverfisráðherra beitti öllum tiltækum ráðum til að loka sorporkustöð Vestmannaeyja árið 2011. Með tilheyrandi auknum kostnaði og umhverfissóðaskap hefur brennanlegt sorp í Vestmannaeyjum verið flutt um langan veg þar sem það er urðað með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Nú gæti lausn verið í sjónmáli. Á fundi sem Ásmundur […]
ÍBV mætir Rauðu strákunum

ÍBV sat hjá í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram fór í síðasta mánuði. Í dag og á morgun mætir ÍBV HB Red Boys Differdange, meistaraliðinu í Lúxemborg. Leikirnir hefjast klukkan 14.30 báða dagana og fara fram í Centre Sportif Niederkorn í Lúxemborg. HB Red Boys Differdange er eitt þriggja liða sem hefur […]
Hagnaður sjávarútvegsfélaga 67 milljarðar 2022

Tekjur í sjávarútvegi jukust um 73 milljarða frá árinu 2021 til 2022 eða um 23,8% en á sama tíma nam hækkun á íslenskum sjávarafurðum 18,7%. Hagnaður ársins 2022 var 67 milljarðar króna, um tveimur milljörðum meiri en 2021 og reiknaður tekjuskattur var 17 milljarðar króna. Skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja hækkaði um 4,4 milljarða á árinu og fór […]
Bíða með að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra

Grunnskóli Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Um var að ræða framhald af 6. máli 376. fundar fræðsluráðs, skipurit GRV þar sem ákveðið var að yfirfara og meta skipurit hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Skipaður var starfshópur til að vinna að því. Starfshópurinn átti fundi með öllum stjórnendum GRV. Það er mat hópsins að […]
25 styrkumsóknir bárust

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2024? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fram kom á fundi bæjarráðs í vikunni að […]
Lýsa áhyggjum af stöðu embættisins

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjórn átti fund með dómsmálaráðherra þar sem staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var rædd. Fram kom í máli ráðherra að stefnumótun fyrir sýslumannsembættin eru í vinnslu í ráðuneytinu og markmiðið sé að efla embættin og þjónustu á landsbyggðinni. Á meðan sú vinna fer fram […]
Kollagenverksmiðja í Löngu

Unnið hefur verið að uppbyggingu kollagenverksmiðju í Vestmannaeyjum sem á að framleiða kollagen úr roði en það er fiskþurrkunarfyrirtækið Langa ehf. sem stendur að því. Undirbúningurinn að verkefninu hefur staðið yfir í tvö ár en stefnan er að ræsa verksmiðjuna í mánuðinum. Það er fótboltakappinn og Hornfirðingurinn Alex Freyr Hilmarsson sem er framleiðslustjóri verkefnisins. Alex […]
Fjölþjóðlegt samfélag við rætur Helgafells

„Hér eru menn frá Póllandi, Lettlandi, Danmörku, Noregi og Rúmeníu. Allt karlmenn nema ein kona sem kemur einstaka sinnum. Píparar, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn að mestu sem vinna inni í Botni og austur í fjöru. Líka menn frá Þjótanda sem sér um jarðvegsvinnu og Íslendingar sem bora eftir sjó austur í fjöru. Flestir búa hér […]
Matey festir sig í sessi

Frosti Gíslason verkefnastjóri MATEY Seafood Festival var ánægður með Sjávarréttahátíðina Matey og framkvæmd hennar. Að hátíðinni komu fjölmargir aðilar og fleiri og fleiri gera sér grein fyrir markaðsgildi hátíðarinnar fyrir Vestmannaeyjar sem eins helsta mataráfangastaðs Íslands. „Ég er þakklátur og ánægður með þátttöku heimafólk og gesta og fyrir alla þá fjölmörgu sem komu að sjávarréttahátíðinni […]