Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti sjúkraflugi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út aðfaranótt fimmtudags til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Ekki reyndist unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja vegna slæms skyggnis. Þyrlusveitin flaug norður fyrir Elliðaey, austur fyrir sunnanverða Heimaey og þaðan til vesturs inn á Klaufina milli Stórhöfða og Litlahöfða þar sem þyrlan lenti á veginum. Þar beið sjúkrabíll og var […]
Þjóðin með POWER að vopni

Um helgina bankar sölufólk og býður landsmönnum SÁÁ-álfinn til kaups. Álfurinn í bílnum, á skrifborðinu og í anddyri fyrirtækjanna er vitni um samhjálp okkar til þeirra sem þjást af fíknisjúkdómum. Nú steðjar mikil ógn að lífi ungra fíkla og líf margra er í hættu. Við ætlum að snúa vörn í sókn fyrir unga fólkið með […]
Úrslitaeinvígið hefst í kvöld
Kvennalið ÍBV tekur á móti Val í úrslitaeinvíginu í dag kl. 19.00 í Eyjum. Upphitun fyrir leik hefst kl 17:15. Borgarar og kaldir drykkir verða til sölu, ÍBV andlitsmálning og glaðningur fyrir krakka. Fjölmennum á leikinn og styðjum stelpurnar! (meira…)
Byrja að sekta fyrir nagladekk

Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að byrjað verði að sekta fyrir notkun nagladekkja í þessari viku. Því er um að gera að skipta yfir á naglalaus dekk hafi það ekki þegar verið gert. (meira…)
Ljúka viðgerðunum um mitt sumar
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi á fundi bæjarráðs í gær frá fundi fulltrúa Vestmannaeyjabæjar með fulltrúum Landsnets þann 28. apríl sl., um stöðu undirbúnings að viðgerð á rafmagnsstreng til Vestmannaeyja sem bilaði í janúar sl. Undirbúningurinn er vel á veg kominn og áform um að ljúka viðgerðunum um mitt sumar ættu samkvæmt Landsneti að ganga eftir. […]
Áframhaldandi starfsamningur við ÍBV

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags undirrituðu áframhaldandi samstarfsamning milli bæjarins og félagsins í vikunni. Frá þessu er greint í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. “ÍBV skiptir samfélagið í Eyjum miklu máli. Félagið heldur úti öflugu íþróttastarfi og auk þess heldur ÍBV íþróttafélag fjóra stóra viðburði á ári hverju; þjóðhátíð, tvo stór fótboltamót […]
Þrýsta á nýja vatnslögn

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs sem fram fór í gær. Þar kom fram að starfshópur, sem skipaður er fulltrúum Vestmannaeyjabæjar um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, hefur átt í viðræðum við fulltrúa HS veitna, um undirbúning að lagningu nýrrar vatnslagnar. Jafnframt hefur Vestmannaeyjabær átt í viðræðum við innviðaráðuneytið um fjárhagslega aðkomu […]
Samþykkja hækkun og gera kröfu að rekstur félagsins sé sjálfbær

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær, en á síðasta fundi ráðsins, sem haldinn var þann 4. maí sl., var ákveðið að fresta afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs ohf. þar óskað var eftir samþykki bæjarráðs á hækkun gjaldskrár Herjólfs. Ákvað bæjarráð að óska eftir fundi með fulltrúum stjórnarinnar til þess að ræða […]
Fjárfest í sól og betri lífsgæðum

Laugardaginn 13. maí mun Novus Habitat halda kynningarfund á Hótel Vestmannaeyjar þar sem hægt verður að fræðast um allt sem máli skiptir varðandi fasteignakaup á Spáni og Tenerife. Fundurinn fer fram á milli kl. 12 og 14. Íslendingar hafa í auknum mæli fjárfest í fasteignum við Miðjarðarhafið, þar sem njóta má veðurblíðu nánast allan ársins […]
Ótrúlegur árangur

Það verður að teljast með ólíkindum að ÍBV-íþróttafélag sé á leið í úrslit með bæði karla- og kvennalið í handbolta. Konurnar tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær þegar þær sigruðu Hauka. Í kvöld var komið að körlunum sem sigruðu FH þriðja leik undanúrslitanna 31:29. Báðir hörkuleikir þar sem úrslitin réðust í framlengingu. „Það er […]