Sara Dröfn, Alexandra Ósk, Ásdís Halla, Birna Dís, Birna María, Agnes Lilja, Birna Dögg, Klara og Kristín Klara
Yngri landslið kvenna hjá HSÍ æfa dagana 11.-15. október nk. og voru gefnir út æfingahópar í gær fyrir U15, U16, U18 og U20, og á ÍBV 9 iðkendur sem taka þátt í þessum æfingum.
Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir völdu Kristínu Klöru Óskarsdóttur til æfinga með U15.
Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson völdu Agnesi Lilju Styrmisdóttur, Birnu Dögg Egilsdóttur og Klöru Káradóttur til æfinga með U16.
Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson völdu Alexöndru Ósk Viktorsdóttur, Ásdísi Höllu Hjarðar, Birnu Dís Sigurðardóttur og Birnu Maríu Unnarsdóttur til æfinga með U18.
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson völdu Söru Dröfn Richardsdóttur til æfinga með U20.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst