Frumsýning Rocky Horror

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi í gær söngleikinn Rocky Horror við frábærar viðtökur. Verkið er eftir Richard O´Brien og var það fyrst frumsýnt árið 1973 í London. Verkinu hefur verið haldið uppi síðan þá með reglulegum sýningum víðsvegar í heiminum. Gaman er að segja frá því að verkið hlaut styrk frá Uppbyggingasjóði Suðurlands til þess að setja […]

Yfirlitssýning á verkum Gísla J. í Bókasafni Kópavogs

Sigga Vigga, eitt af sköpunarverkum Gísla J. Á annan í páskum, 11. apríl  lýkur yfirlitssýningu á verkum Gísla J. Ástþórssonar á 1. hæð Bókasafns Kópavogs. Gísli J. Ástþórsson (1923-2012) var þekktur á sinni tíð sem blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, pistlahöfundur og teiknari. Gísli lærði blaðamennsku í háskóla í Bandaríkjunum árin 1943 til 1945 og var sennilega […]

Styrktarúthlutun SASS – Átta styrkir til Eyja

Samstök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) hafa úthlutað styrkjum fyrir vorið 2023. Átta styrkjum var úthlutað til Vestmannaeyja. Sjö á sviði menningar og einn á sviði atvinnu og nýsköpunar. Styrkir á sviði menningar Project Eldfell Vestmannaeyjabær Styrkur: 600.000 kr. Í ár eru liðin 50 ár frá myndun Eldfells í Heimaeyjargosinu 1973. Af því tilefni verður sett upp […]

Erlendur kafari hitti fyrir loðnutorfu í Eyjafirði

Erlendur Bogason kafari skráir sig á spjöld (loðnu)sögunnar í annað sinn. Hann náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi í mars 2021. Vinnslustöðin gerði hann út í þann leiðangur og myndband úr hafdjúpinu vakti verðskuldaða athygli þegar það var sýnt í fréttatíma Stöðvar tvö. Ýmsir töldu að til dæmis líffræðingar og fiskifræðingar á Hafró […]

Eyjamenn skelltu Haukum með 13 mörkum

ÍBV fór á kostum í Olísdeild karla á heimavelli í kvöld, tók Hauka í kennstund. Lauk leiknum með 13 marka mun, 37:24. Eyjamenn sitja í þriðja sæti með 28 stig þegar ein umferð er eftir í deildinni. FH er í öðru sæti með 30 stig en Valsmenn, sem taka á móti ÍBV í síðustu umferð […]

Eyjafréttir i dag og stútfullar af efni

Sjöunda tölublaði Eyjafrétta þetta árið er dreift í dag og er að venju fjölbreytt að efni. Eðlilega fá fermingar framundan mikið pláss enda stór stund bæði hjá börnum og fjölskyldum þeirra. Hörður í Þekkingarsetrinu heldur áfram í rauðátuverkefninu sem gæti orðið mikið ævintýri. Leikfélagið frumsýnir Rocky Horror á morgun og þar er ekki ráðist á […]

Páskadagskrá Landakirkju

Dagskrá Landakirkju um pásla er eftirfarandi: Skírdagur Kl. 13:30 – Altarisganga á Hraunbúðum Kl. 20:00 – Guðsþjónusta. Altarisgangan í öndvegi og afskrýðing altaris í lok athafnar Föstudagurinn langi Kl. 13:00 – Guðsþjónusta – Píslarsagan lesin Páskadagur Kl. 8:00 – Hátíðarguðsþjónusta. Morgunverður í boði sóknarnefndar að henni lokinni Kl. 10:30 – Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum (meira…)

Páskafundur Aglow verður í kvöld kl. 19.30

Páskafundur Aglow verður miðvikudagskvöldið  5. apríl kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Boðið verður upp á veitingar og fundurinn sjálfur byrjar kl. 20.00.  Á fundinum munum við skoða innihald páskanna. Hvað þýðir það fyrir okkur að Jesús dó á krossi og reis upp á þriðja degi. Við munum ræða um merkingu upprisunnar og boðið verður upp […]

Vinnslustöðin frestar nýju botnfiskvinnsluhúsi

Á ársfundi Vinnslustöðvarinnar greindi stjórnarformaður félagsins frá því að stjórnin hefði ákveðið að fresta um sinn boðuðum áformum um nýtt átta þúsund fermetra botnfiskvinnsluhús. Fram kemur á vef fiskifrétta að það væri gert í varúðarskyni vegna alþjóðlegs óvissuástands í efnahagsmálum með tilheyrandi áhrifum á starfsemi fjármálastofnana erlendis og hérlendis. Á ársfundi sem haldinn var í […]

KFS tekur á móti Þrótti Rvk á heimavelli

KFS á heimaleik gegn Þrótti Rvk fimmtudaginn 6. apríl kl. 14:00 á Helgafellsvelli. KFS komst áfram úr fyrstu umferð mjólkurbikarsins með sigri á Ými frá Kópavogi og lendir í skemmtilegu verkefni á móti Þrótt Rvk, sem leikur í Lengjudeildinni. Athyglisvert er að segja frá því að þjálfari Þrótts er Ian Jeffs.     (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.