Frábær árangur ÍBV stelpna

Í tilkynningu frá ÍBV segir að stelpurnar í 5. og 4.flokki hafa náð einstaklega góðum árangri í sumar. Nú þegar líða fer að lokum tímabilsins eru A-lið beggja þessara flokka í keppni um íslandsmeistaratitil. 5.flokkur leikur gegn Víking í undanúrslitum þann 10. september kl 14:45. ÍBV vill hvetja alla þá sem hafa geta að mæta […]

Stelpunum spáð þriðja sæti og strákunum því fjórða

Árleg spá forráðamanna liðanna í Olís deildunum var kynnt í  hádeginu á Grand hóteli á kynningarfundi Íslandsmótsins í handknattleik. Deildar- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar, ÍBV, er spáð þriðja sæti í kvenna flokki. Íslandsmeisturum ÍBV er spáð fjórða sæti. FH-ingar verða yfirburðalið í Olísdeild karla á komandi keppnistímabil og Íslandsmeistara Vals bera höfuð og herðar yfir […]

Helgafellsbraut tímabundið lokuð við Eldheima

Stefnt er að því að tengja fráveitu frá Suðurgerði inn á fráveitulögn sem er undir Helgafellsbraut. HS-veitur koma til með að þvera Helgafellsbraut til að koma með innvið inn í Suðurgerði. Áætlað er að fara í þetta miðvikudaginn 6. september og getur tekið 2-3 daga. Framkvæmdarsvæðið er rauðmerkt og appelsínugulur skilgreinir lokun. (meira…)

Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis

9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu,  en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili  þess  ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum  minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021. […]

Fyrsti leikur kvennaliðsins í úrslitakeppninni fer fram í dag

Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni á Hásteinsvelli í dag gegn Selfossi kl. 17:00. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt Tindastóli, Keflavík og Selfossi, þar sem ein umferð verður leikin. Tindastóll og Keflavík hafa þegar spilað einn leik í umferðinni og gerðu jafntefli. ÍBV er í öðru sæti sem stendur en aðeins […]

Matey á Gott

Adam Quershi verður gestakokkur á Gott dagana 21-23. september þegar sjávarréttahátíðin Matey fer fram. Adam kemur frá Michelin stjörnustaðnum Kol í London sem er í 23. sæti yfir bestu veitingarstaði heims. Hann varð hluti af opnunarteymi Kol eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum, París, Tókýó, Melbourne, Lima og Karabíahafinu. Í matargerð er hann með mexíkóskar […]

Sigursteinn nýr útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum

Sigursteinn Bjarni Leifsson tekur við af Þórdísi Úlfarsdóttur sem útbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hann tekur við starfinu af Þórdísi Úlfarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu sl. níu ár, en hefur starfað í bankakerfinu í rúm 40 ár. Hún lætur af störfum núna um mánaðamótin. Sigursteinn hefur […]

Siglir til Landeyjahafnar á ný

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt ááætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ekki hefur verið kleift að sigla í höfnina síðustu daga sökum veðurs og hárrar öldu. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn er kl. 18:15, 20:45 og 23:15. Ef gera þarf breytingu […]

Göngum í skólann af stað á miðvikudaginn

Fjörutíu skólar eru skráðir í átakið Göngum í skólann og er Grunnskóli Vestmannaeyja á meðal þeirra eins og síðustu ár. Átakið verður sett hátíðlega miðvikudaginn 6. september í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ en þetta er í sautjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Átakið á rætur að rekja til Bretlands og hefur verið í gangi […]

Sunnudagaskólinn settur næstu helgi

Siðasta helgistund sumarsins er nú liðin en nk. sunnudag 10. september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla klukkan 11:00 og messu klukkan 13:00. Í tilkynningu frá Landakirkju segir að fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar. Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar eiga stuttan fund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.