Karl Gauti Hjaltason skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. Karl Gauti lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og hlaut réttindi héraðsdómslögmanns árið 1996. Hann starfaði sem dómarafulltrúi hjá bæjarfógetum á árunum 1989 til 1992 og fulltrúi og síðar staðgengill hjá embætti sýslumannsins á Selfossi […]
Nóg um að vera í félagsstarfi eldriborgara

Vestmannaeyjabær sér um félagsstarf fyrir eldri borgara að meðaltali tvisvar sinnum í mánuði og hefur verið mikið um að vera upp á síðkastið. Eftir því sem fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar hefur þátttaka verið með ágætis móti. Það sem hefur verið að gerast er að við fengum fræðslu um netglæpi og hvernig koma megi í […]
Þökkuðu fyrir snjómokstur með kræsingum

Mikið hefur mætt á þá sem sinna snjómokstri hér í Eyjum í vetur enda verið með eindæmum snjóþungur. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar ásamt verktökum hafa lagt sig alla fram við að halda öllum götum og gangstígum eins auðförnum og kostur hefur verið og hafa margir dagar verið langir. Þetta kemur fram í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Það […]
Starfslaun bæjarlistamanns 2023

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2023. Starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja má veita einstaklingi, hópi listamanna eða félagasamtökum. Bæjarlistamaðurinn skuldbindur sig til að skila af sér menningarstarfi í formi listsköpunar, sem unnin er á starfsárinu. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2023. Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og tillögum og […]
ÍBV spáð 8. sæti

Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Keflavík og HK er spáð falli. ÍBV er spáð 8. sæti deildarinnar en spáin var opinberuð á kynningarfundi Bestu deildarinnar í höfuðstöðvum Vodafone í dag. Keppni í Bestu deildinni hefst með heilli umferð annan í páskum, […]
Fagna góðum árangri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sendu frá sér bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar varðandi upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar. En málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs. Bókunina má lesa hér að neðan. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagnar þeim góða árangri sem teymið á fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar náði á síðasta ári við uppstokkun á kerfinu er snýr […]
Sjávarútvegurinn er hreyfiafl í að takast á við áskoranir 21. aldarinnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ávarpaði aðalfund Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 24. mars sl. Í ávarpi sínu kom matvælaráðaherra m.a. inn á hversu margvíslegar umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið hafa verið. Annars vegar hafi umræður verið á þá leið að kerfið hafi hafi leitt til mikillar samþjöppunar og byggðaröskunar en hins vegar á þá leið að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé […]
Sitt sýnist hverjum um ársreikninga

Fyrri umræða fór fram um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 í framsögu. Jafnframt gerði hún grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins. Fjárhagsstaða veikst mikið síðustu ár Umræðan hófst á bókun frá bæjarfulltrúum D lista. Þar sem fram kemur að […]
Knattspyrnufélagið Valur sendir frá sér yfirlýsingu

Knattspyrnufélagið Valur hefur sendi í morgun frá sér yfirlýsingu vegna eftirmála leiks Vals og ÍBV í meistaraflokki kvenna þann 25. febrúar síðastliðinn rúmum mánuði eftir atvikið. En þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, var úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar eftir leikinn. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing. Knattspyrnufélagið Valur vill […]
Endurskoða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar

Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Til stendur að endurskoða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar á næstunni. Þann 14. mars sl., var tekin fyrir gerð jafnréttisáætlunar í fjölskyldu- og tómstundaráði, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar. Þar var samþykkt að stofna starfshóp sem vinnur að gerð nýrrar jafnréttisáætlunar. Óskað er eftir aðkomu fulltrúa […]