Það kom ekkert sérstaklega á óvart að hæstvirtur matvælaráðherra skyldi ákveða að fara aðgjörlega að ráðgjóf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár, en svolítið sérstakt að lesa röksemdir hæstvirts ráðherra fyrir því.
En þar kemur m.a. annars fram, að mati ráðherra, að það sé ekkert óeðlilegt þó að skekkja sé í útreikningum Hafró, en það sé betra, hinsvegar, ef um er að tala vanmat á stofnstærð vegna þess að þá er bara hægt að geyma fiskinn í hafinu og veiða hann seinna.
Mjög sérstakt að lesa þetta, en það er augljóst fyrir alla sem starfa í sjávarútvegi að eftir því sem að meira verður af stærra þorski, þá þarf einfaldlega meiri lífsmassa til að halda honum við, en í sumum skýrslum Hafró hefur verið nefnt að það vanti allan smáa þorskinn, en hann er að sjálfsögðu hluti af því sem stórþorskurinn étur.
Einnig er augljóst að með því að geyma þorskinn í hafinu, þá munum við ekki sjá humarstofninn ná sér og mikil óvissa er um komandi loðnuvertíð en loðnustofninn væri að sjálfsögðu í betra standi, ef ekki væri of mikið af stórþorsk sem þarf að fæða.
En hvað á ráðherrann við með að ef skekkjur eru í útreikningum Hafró? Tökum dæmi.
Gullkarfinn var skorinn niður fyrst fyrir þremur árum síðan og svo aftur ári seinna um samtals liðlega 50% á tveimur árum, en er núna aukinn um 46%. Nú er það þannig að gullkarfinn er mjög lengi að vaxa, svo hversvegna er sveifla á þremur árum á gullkarfanum upp á 100%?
Svarið er mjög einfalt. Fyrri útreikningar eru rangir og svo er verið að leiðrétta, en kostnaðurinn fyrir okkur sem störfum í sjávarútveginum er hins vegar sá að mörg störf töpuðust í millitíðinni og nokkrar útgerðir lögðu upp laupana.
Tökum annað dæmi, ýsan. Fyrir fiskveiðiárið 18/19 er ýsan aukin um 40%. Sumarið 2019 kemur svo frá Hafró úps, reikningsskekkja og niðurskurðum upp á 36%, en viti menn, síðan þá hefur ýsukvótinn verið aukinn um hátt í 50%, svo vissulega er það rétt hjá ráðherranum að því leytinu til að það eru svo sannarlega skekkjur í útreikningum Hafró. Hins vegar er alrangt hjá henni að hægt sé að geyma fiskinn þangað til seinna, nema ef vera kynni til þess að þjóna hagsmunum þeirra örfáu sem eiga einhverjar aflaheimildir.
Fékk þessa ágætu útreikninga í dag.
Núverandi kvótakerfi er 40 ára gamalt á næsta ári. Ef tekinn er allur hagnaður í sjávarútvegi í öll þessi ár og deilt með tveimur, þá værum við sennilega komin með þá upphæð sem þjóðin hefur tapað á þessu kvótakerfi á þessum tíma.
Er ekki tími kominn til að fara að breyta þessu?
Ps. Að gefnu tilefni, ef hæstvirtur matvælaráðherra skyldi nú óvart lesa þetta einhverstaðar hjá mér, þá þykir mér það miður að ég skyldi óvart senda henni útskýringar Jóns Kristjánssonar, fiskifræðings, á ákvörðun ráðherrans og þá ákvörðun ráðherrans að blokkera mig á facobook með það sama, en við erum nú orðnir a.m.k. 2 varaþingmenn hjá Flokki fólksins sem hún hefur blokkerað og af því er virðist fyrir það eitt að hafa smá vit á íslenskum sjávarútvegi. Eitthvað sem ráðherrann hefur svo sannarlega ekki.
Georg Eiður Arnarson
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst