LV og LR slá saman í Kviku í dag

„Við viljum minna á tónleikana okkar í Menningarhúsinu Kviku (leikhúsinu) í dag kl 16:00. Frítt inn & allir velkomnir,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja á Fésbókarsíðu sinni í dag. Í annarri færslu segir Jarl: „Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ákváðum nú fyrr í vetur að það væri gaman að hittast og spila saman […]
Hvatt til hreinsunarátaks – Má gera betur

„Í sumar eru eins og flestum er kunnugt 50 ár frá lokum Heimaeyjargossins. Á hverju ári er haldin goslokahátíð að því tilefni og verður þar engin undantekning í ár nema að þessu sinni verður hátíðin viðburðameiri,“ segir í síðustu fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs sem leggur til að efnt verði til umhverfis- og hreinsunarátaks meðal íbúa […]
Nýtt merki Vestmannaeyjahafnar

Á fundi umhverfis- og framkvæmdasviðs á föstudaginn var lögð fram tillaga að hugmyndasamkeppni um merki Vestmannaeyjahafnar. Tilefnið er að 50 ár eru liðin frá því höfninni var bjargað í gosinu 1973. Ráðið fól hafnarstjóra að auglýsa hugmyndasamkeppni. Ráðið mun velja úr innsendum hugmyndum. Mynd: Litlu mátti muna að hraun lokaði höfninni en með kælingu tókst […]
Áfram byggt í Eyjum

Samkvæmt því sem kemur fram á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar er ekkert lát á byggingu íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum. Lóðir sem eru nefndar eru Áshamar 87 til 93 og Dverghamar 27 til 29. Líka lóðir við Búhamar 22, 54, 56, 80 og 30. Samtals níu lóðir og enn fleiri hús eru þegar í byggingu. (meira…)
Ísfélagið – Nýtt met í loðnufrystingu

„Nú er loðnuvertíðin komin í sjötta gír og framundan er hrognafrysting hjá Ísfélaginu. Það er þó ekki það eina fréttnæma en nýtt met var slegið hjá frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum þegar framleidd voru 5800 tonn af frystri loðnu, sem skiptist þannig að 4015 tonn voru hrognaloðna á Asíu og 1781 tonn blönduð loðna á markað í […]
Ísfélagið tekur nýja hrognavinnslu í notkun
Þetta er stórt skref fram á við fyrir félagið. Í dag var ný hrognastöð Ísfélagsins tekin í notkun þegar hrogn úr afla Suðureyjar VE fóru í gegnum stöðina. Þar með er hafin nýr kafli í sögu Ísfélagsins sem hefur verið leiðandi í vinnslu á loðnu til manneldis í áratugi. „Hér vorum við að byggja til […]
Eyjablikksmótið hefst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hefst í dag, föstudag og lýkur á morgun, laugardag. Á mótinu leika stelpur sem fæddar eru árið 2010 og leika í 5.flokki kvenna yngri. Fyrstu leikir hefjast kl.15:40 í dag og leikið er til 21:00. Í fyrramálið hefjast leikir kl.8:40 og mótinu lýkur svo klukkan 15:00. Áhugasamir […]
Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór á Þjóðhátíð – miðasala hafin

Það ríkir alltaf spenna fyrir dagskránni á Þjóðhátíð og nú kynnir Þjóðhátíðarnefnd með stolti fyrsta listafólkið sem mun stíga á stóra sviðið í Herjólfsdal – og það eru engin smá nöfn: Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór ! Það verður svo sannarlega hægt að syngja með í brekkunni og því um að gera fyrir áhugasama að […]
Starfshópur skipaður um rafmagnsmál
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var á ferð í Vestmannaeyjum í liðinni viku til þess að funda með bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum um þá stöðu sem komin er upp í afhendingarmálum á rafmagni til Vestmannaeyja. Hann sagði í samtali við Eyjafréttir þessa fundi hafa verið gagnlega og hann gerði sér fulla grein fyrir alvarleika […]
Horfið frá ráðgjöf um svæðaskipt loðnuaflamark
Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að endurskoða loðnuveiðiráðgjöf sem gefin var út 24. febrúar 2023 fyrir núverandi fiskveiðiár. Endurskoðunin felst í því að Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hverfa frá ráðgjöf um svæðaskipt aflamark. Endurskoðunin byggir á ítarlegri yfirferð veiðiskipa fyrir Norðurlandi, með sérstaka áherslu á Húnaflóasvæðið, ásamt könnun rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og veiðiskipsins Venusar NS út af […]