Starfshópur skipaður um rafmagnsmál
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var á ferð í Vestmannaeyjum í liðinni viku til þess að funda með bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum um þá stöðu sem komin er upp í afhendingarmálum á rafmagni til Vestmannaeyja. Hann sagði í samtali við Eyjafréttir þessa fundi hafa verið gagnlega og hann gerði sér fulla grein fyrir alvarleika […]
Horfið frá ráðgjöf um svæðaskipt loðnuaflamark
Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að endurskoða loðnuveiðiráðgjöf sem gefin var út 24. febrúar 2023 fyrir núverandi fiskveiðiár. Endurskoðunin felst í því að Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hverfa frá ráðgjöf um svæðaskipt aflamark. Endurskoðunin byggir á ítarlegri yfirferð veiðiskipa fyrir Norðurlandi, með sérstaka áherslu á Húnaflóasvæðið, ásamt könnun rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og veiðiskipsins Venusar NS út af […]
Breki með í 39. marsrallinu
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst mánudaginn 27. febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS, og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið. Ferðir skipanna og togstöðvar má sjá á https://skip.hafro.is/ Verkefnið, sem einnig […]
Eyjafréttir koma út í dag – Fjölbreytt að vanda
Fimmta tölublaði Eyjafrétta verður dreift í dag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Addi í London á forsíðumyndina sem minnir okkur á að nú stendur loðnuvertíð sem hæst. Inni í blaðinu er skemmtileg myndasyrpa úr loðnunni og þar koma eðlilega margir við sögu. Annað efni er nýja fyrirtækið hennar Fríðu Hrannar. Innsýni gefin […]
Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland
Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland kom á land í Vestmannaeyjum þann 25. febrúar síðastliðinn en það var Drangavík VE80 sem kom með fiskinn að landi sem er 86cm á lengd 69cm á breidd og 14,3kg að þyngd slægð. Talið er að fiskurinn hafi veiðst við Ingólfshöfða. Á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunnar kemur meðal annars fram […]
Annað sætið undir í Kapplakrika
Karlalið ÍBV leggur land undir fót í dag og mætir FH í Kapplakrika. Liðin eru í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar en ÍBV er tveimur stigum á eftir FH og á 2 leiki til góða. ÍBV getur því með sigri komið sér í góða stöðu á loka sprettinum. Frestuðu leikirnir tveir sem ÍBV á inni […]
Arnór Viðarsson framlengir

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Arnór Viðarsson um framlengingu á samningi hans við félagið. Arnór er kraftmikil skytta sem hefur vaxið gífurlega í sínum leik undanfarin ár. Hann er tvítugur en hefur mikla reynslu í Olís deildinni miðað við aldur. Arnór hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og leikur nú með U-21 árs landsliðinu og […]
Mikill og góður gangur í loðnuveiðum og vinnslu
Síðustu daga hafa loðnuskipin verið að veiðum við Vestmannaeyjar og því stutt að sækja. Það hefur því verið mikið líf í Vestmannaeyjahöfn og allt á fullu bæði hjá Ísfélagi og Vinnslustöð og unnið á vöktum allan sólarhringinn. „Loðnuveiðar ganga mjög vel og við höfum bara stillt veiðina eftir afköstum vinnslunnar,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs […]
Umhverfisátak í tilefni gosloka

Umhverfisátak var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn. Í sumar eru eins og flestum er kunnugt 50 ár frá lokum Heimaeyjargossins. Á hverju ári er haldin goslokahátíð að því tilefni og verður þar engin undantekning í ár nema að þessu sinni verður hátíðin viðburðameiri. Lagt er til að efnt verði til umhverfis- […]
Magnús Stefánsson tekur við karlaliðinu

Magnús Stefánsson tekur við sem aðalþjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta í sumar. Magnús hefur verið Erlingi til halds og traust í vetur en Erlingur ætlar að láta staðar numið við þjálfun liðsins eftir yfirstandandi tímabil. Yfrlýsingu ÍBV má lesa hér að neðan. Handknattleiksdeild ÍBV hefur ráðið Magnús Stefánsson í starf aðalþjálfari meistaraflokks karla til næstu […]