Krossgátan – Vísbendingar sem vantaði

Nokkrar vísbendingar vantaði inn í jólakrossgátuna. Þær eru þessar: lárétt:     Þennan stól eignaðist ég einhvern veginn þar sem ég ólst upp (4) lárétt:     Þekkt íþróttafélag í Reykjavík (2) lóðrétt:  Hvað ég naut þess á einhvern hátt að fara til útlanda (4) lóðrétt:  Við fórum um blauta og sundurlausa akra (4) lóðrétt:  Ensk tjara eða dönsk […]

Jólaball Landakirkju á morgun, fimmtudag

Landakirkja býður bæjarbúum á árlegt jólaball sitt fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 16:00. Tríó Þóris Ólafssonar ásamt gestum leikur létt jólalög á meðan dansað er í kringum tréð í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Landakirkju hellir upp á og býður ungum sem öldum upp á létt góðgæti. (meira…)

Lagfæring vegna jólakrossgátu

Í krossgátu jólablaðs Eyjafrétta datt út ein vísbending. 21 lárétt. Hún er þannig: Þennan stól eignaðist ég einhvern veginn þar sem ég óx upp (4). Minnum á að lausnir þarf að senda á netfangið sigurge@internet.is fyrir 5. janúar nk. Dregið verður úr réttum lausnum og bókaverðlaun í boði. (meira…)

FLUGELDABINGÓ ÍBV 2022

Í kvöld, miðvikudaginn 28.desember verður flugeldabingó ÍBV haldið með pompi og prakt! Bingóið á sér töluvert langa sögu og hefur fest sig í sessi sem einn af þeim viðburðum sem Eyjamenn sækja yfir jólahátíðina. Undanfarin tvö ár hefur verið leikið rafrænt og útsending send út á ÍBV TV, en núna er loksins hægt að fara […]

Íslenskar getraunir – KFS Íslandsmeistari 2022

Nú liggur vel á okkur: Hópleikur 5, lokastaðan eftir 10 vikur af 10(8 bestu), 551 hópur: 1. deild: HHH í 1. sæti með 92 rétta, vinnur 70 þús. Gunners í 2. sæti með 91 réttan, vinnur 60 þús. Charlotta í 5. sæti með 89 rétta. Tryggvi í 6.-11. sæti með 88 rétta. 2. deild: HHH […]

Færð á vegum til trafala

„Í ljósi þess að Landeyjahafnarvegurinn er með öllu ófært falla niður ferðir kl. 09:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi. „Snjómokstursbíll er væntanlegur. Þeir farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína. Biðjum við farþega […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.