Heiðra minningu fallinna félaga á hausttónleikum

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu hausttónleika nk. laugardag kl.16. í Hvítasunnukirkjunni. Mikið er venjulega lagt upp úr þessum tónleikum og eru þeir jafnan hápunkturinn á starfi sveitarinnar og efnisval fjölbreytt. Að þessu sinni ætlar Lúðrasveit Vestmannaeyja að heiðra minningu þeirra Stefáns Sigurjónssonar og Ellerts Karlssonar á tónleikunum en þeir eru báðir fyrrum stjórnendur Lúðrasveitarinnar og […]
Bráðaþjónusta efld um allt land með bættum tækjabúnaði

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins 113,5 milljónir króna til kaupa á tækjabúnaði sem styrkir bráðaþjónustu um allt land. Ákvörðunin er byggð á tillögu viðbragðsteymis um bráðaþjónustu. Markmiðið er að auka getu heilbrigðisstofnana til að veita bráðaþjónustu og stuðla að jafnara aðgengi að þjónustunni á landsvísu. Viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu hefur undanfarið […]
Gæðastarf og viðmið í leikskólum

Gæðastarf og viðmið í leikskólum var til umræðu á fundi fræðsluráðs í síðustu viku en um er að ræða framhald af 2. máli 364. fundar fræðsluráðs þann 5. október 2022 er varðar gæðastarf og viðmið í leikskólum. Framkvæmdastjóri sviðs kynnti kostnaðarmat við þær aðgerðir sem faghópur lagði til. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir yfirferðina […]
Minna Ágústsdóttir ráðin forstöðumaður Visku

Minna Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Visku. Minna er kennari að mennt og hefur starfað við kennslu í grunnskóla og leikskóla undanfarin ár ásamt því að vera einkaþjálfari og reka eigið heilsueflandi fyrirtæki. Minna mun hefja störf 1. janúar 2023 og hefur stjórn Visku fulla trú á að menntun, reynsla og viðhorf hennar muni nýtast […]
ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik en dregið var í keppninni í morgunn. Leikirnir eiga að fara fram fyrstu og aðra helgina í desember ef leikið verður heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður í Vestmannaeyjum. ÍBV vann Donbas með miklum mun í annarri umferð um síðustu […]
Varahlutir væntanlegir til landsins í dag

Herjólfur þurfti óvænt að fara aftur í slipp þegar upp kom bilun eftir að skipið hafði verið tekið niður úr þurrkvínni í Hafnarfirði í síðustu viku. Nú er verið að bíða eftir varahlutum til þess að ljúka við þær viðgerðir sem nauðsynlegar eru. “Þeir eru farnir út úr húsi hjá framleiðanda í Hollandi og vonast […]
Þetta var ágætis nudd

Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað á sunnudag frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Aflinn var blandaður. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli skipsins hafi fengist annars vegar á Öræfagrunni og hins vegar á Gerpisflaki. „Þetta var ágætis nudd,“ segir Jón. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, […]
Leita allra leiða til að auka þátttöku ungmenna í félagsstarfi

Félagsmiðstöðin Strandvegi 50 var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnti starfsemi vetrarins. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma. Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum […]
Áhugaverður fundur – Auðlindin okkar

Víðtækara samráð við hagsmunaaðila og allan almenning: Gunnar Haraldsson, formaður starfshópsins Samfélag sem er meðal framsögumanna á fundi, Auðlindin okkar sem verður í Akóges kl. 17.00 á morgun, þriðjudag og er öllum opinn. Hvert er takmarkið með vinnu starfshópsins og hvaða leiðir hafið þið valið til að ná settu marki? Hlutverk okkar er að leggja mat […]
Farsímakerfi í hjálmum í sjómanna

Síminn og Radíómiðun hafa þróað staðbundið einkafarsímakerfi sem er algjörlega óháð hefðbundnum farsímakerfum. Þetta nýsköpunarverkefni varð til í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtækin Fisk Seafood, Brim og Útgerðarfélag Reykjavíkur. Markmiðið er að auka öryggi sjómanna og bæta samskipti um borð í fiskiskipum á hafi úti. Frá þessu er greint í frétt á vef Fiskifrétta. Sjómenn vinna oft […]