Á MORGUN – BLEIKUR LEIKUR!

Kvennalið ÍBV fær Valskonur í heimsókn á morgun í Olísdeild kvenna. Liðin eru sem stendur í 2. og 3. sæti deildarinnar og má búast við hörkuleik! Í tilefni af Bleikum október viljum við leggja okkar af mörkum og verður leikurinn því styrktarleikur. Fólk getur lagt fram frjáls framlög (peningur eða kort) við innganginn og mun […]

Vestmannaey landaði fullfermi fyrir austan

Á vef Síldarvinnslunnar birtast regllega fréttir af aflabrgðum hjá bátum fyrirtækisins. Í var sett inn skemmtileg færsla þar sem meðal annar kom fram að Vestmannaey kom til löndunar snemma í gærmorgun en blandaður afli, sem hún kom með, fékkst að mestu austan við Vestmannaeyjar, á Pétursey, Vík og Öræfagrunni. „Við tókum síðan eitt hol hérna fyrir […]

Ráðherra með skrifstofu í Vestmannaeyjum á fimmtudag

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga við um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Á hverri starfsstöð verður ráðherra með opna viðtalstíma þar sem öll áhugasöm eru velkomin í stutt, milliliðalaust spjall um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þá verða fyrirtækjaheimsóknir einnig […]

Yfirlýsing vegna umræðu um kvennafótbolta í Vestmannaeyjum

Um helgina birtist grein þar sem tveimur málum var flettað saman, annars vegar að ÍBV hafi rift samningi við Jonathan Glenn og svo fylgja miklar lýsingar á stöðu kvennafótboltans í Vestmannaeyjum. Rétt er að ÍBV rifti samningi við Glenn og er slíkt ekki gert í gamni. Glenn stóð sig vel með liðið. Stigasöfnun var góð, […]

Marhólmar efstir á blaði hjá Viðskiptablaðinu

„Fyrir 10 árum stofnuðu ég og Hilmar Ásgeirsson félagi minn fyrirtækið Marhólmar ehf. Ári seinna hófum við formlegt samstarf við Vinnslustöð Vestmannaeyja og Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir hóf störf hjá okkur sem verksmiðjustjóri. Hvorutveggja voru þetta mikil gæfuspor fyrir lítið sprotafyrirtæki,“ segir Halldór Þórarinsson, annar stofnandi Marhólma á FB-síðu sinni. „Það er ánægjulegt og gerir mig stoltan […]

Hellisheiði lokuð til austurs

Í dag, mánudaginn 17. október, verður þjóðvegur 1 yfir Hellisheiði lokaður til austurs á milli klukkan 9 og 20 vegna framkvæmda. Hjáleið verður um Þrengsli. Hámarkshraði verður lækkaður niður í 50 km/klst við gatnamót Þrengslavegar og eru veg­far­end­ur beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin. „Vinnusvæðin eru þröng og menn […]

Fiskveiðisamningur við Færeyjar undirritaður

Rammasamningur um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja var undirritaður í utanríkisráðuneytinu á föstudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, skrifuðu undir samninginn. Undirritunin fór fram á fundi ráðherranna þar sem samskipti landanna á breiðum grundvelli voru til umfjöllunar, meðal annars út frá tillögum í skýrslu frá starfshópi frá september 2021, […]

Eyjamenn eru og verða með þeim bestu

Eyjamenn gulltryggðu sæti í Bestu deild að ári eftir 3:1 sigur á Fram í neðri hluta úrslitakeppninnar. Eru með 29 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Leiknir og ÍA eru á botninum með 21 og 19 stig. Mörk ÍBV: Sigurður Arnar Magnússon á annarri og 32. mínútu og Halldór J. S. Þórðarson á 34. […]

ÍBV komið í þriðju umferð Evrópubikars kvenna

Eyjakonur tryggðu sér sæti í þriðju umferð Evrópubikars kvenna með öruggum sigri á Ionais frá Grikklandi, 27:22 í Vestmannaeyjum í dag. Þær grísku unnu fyrri leikinn í gær, 21:20 sem var þeirra heimaleikur. Hrafnhildur Hanna var markahæst í liði ÍBV með sex mörk en alls náðu átta leikmenn að skora í dag. Marta Wawrzynkowska í […]

Fram – ÍBV í dag – Góð staða en ekkert öruggt

ÍBV hefur enn ekki tapað leik í úrslitum neðri hluta Bestu deildarinnar en ekkert er öruggt svo vitnað sé í orð Einars Fidda á FB í gær: „Jæja! Tottenham 2 Everton 0. Flottur leikur hjá mínum mönnum. Einnig voru hagstæð úrslit í Bestu deildinni Leiknir 2 – ÍA 2. Þannig að við, ÍBV erum með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.