Tilkynning frá aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags

Aðalstjórn virðir vilja fulltrúa handboltans til sátta sem og annara sem lagt hafa hugmyndir fyrir stjórnina, en telur að nú sé tími til kominn að undirbúa Þjóðhátíð, sem er mikilvægasta fjáröflun félagsins og stolt allra bæjarbúa. Það er ótrúlega mikilvægt að báðar deildir skili því vinnuframlagi sem til er ætlast, sem verður greitt með sama […]

1-1 jafntefli hjá stelpunum okkar á EM

Elísa og Berglind voru báðar í byrjunarliði Íslands í leiknum í dag gegn Ítalíu. Leikurinn fór 1-1 en segja má að Íslenska liðið hafi spilað mun betur í fyrri hálfleik og synd að fleiri mörk skyldu ekki hafa verið skoruð. Karólína Lea skoraði mark Íslands á 3. mínútu leiksins. Enn eiga stelpurnar okkar möguleika á […]

Ísland-Ítalía í dag kl. 16:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 16:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 15:15. Berglind Björg átti stórleik í fyrsta leik liðsins gegn Belgum á sunnudag, en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. En til að eiga möguleika á að komast […]

Eyjastelpur í U16 ára landsliðinu í handbolta

Í fyrstu viku júlí keppti U16 ára landslið kvenna í handbolta á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg. Í landsliðinu eru tvær Eyjastelpur sem spila báðar með ÍBV, þær Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Herdís Eiríksdóttir. Auk þeirra var Eva Gísladóttir í liðinu, hún spilar með FH en á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Stelpurnar […]

Í fyrsta sinn á Þjóðhátíð – 16 dagar

Herbert Guðmundsson er einn þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem mun koma fram á Stóra sviðinu í Dalnum um Þjóðhátíð. Hann verður þar í góðum félagsskap, enda er engu til sparað í vali á listamönnum þetta árið eftir allt of langt hlé. Herbert sem á langan tónlistarferil að baki er að koma í fyrsta sinn á Þjóðhátíð […]

Andlát: Lilja Sigríður Jensdóttir

Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Lilja Sigríður Jensdóttir Hraunbúðum, Vestmannaeyjum Andaðist þann 10. júlí sl. Jarðsett verður frá Landarkirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. júlí kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða. Guðrún Erla Guðlaugsdóttir – Ingólfur Geirdal Rúnar Helgi Bogason Helga Guðlaugsdóttir – Pétur Laxdal Sigurðsson Svanhildur Guðlaugsdóttir […]

Lagning ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyja

Undanfarna daga hafa undarleg tæki sést að störfum í Dverghamrinum þegar tvær götufræsivélar hófu að fræsa raufar í malbikið fyrir ljósleiðaralögn. Hér eru á ferð starfsmenn Línuborunar sem eru að byrja að leggja blástursrör fyrir nýtt fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar, Eygló ehf. Eygló ehf. mun halda utan um lagningu ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyjabæjar. Félagið er […]

Ráðhúsið opið viðskiptavinum

Stjórnsýslu- og fjármálasvið (bæjarskrifstofan) hefur komið sér fyrir og hafið starfsemi í Ráðhúsinu. Frágangur á 2. og 3. hæð er langt kominn, en eftir er að mála húsið að utan og ljúka framkvæmdum á 1. hæð hússins, þar sem umhverfis- og framkvæmdasvið (tæknideildin) verður staðsett. Búið er að koma fyrir rampi að öðrum af tveimur […]

Íslandsbanki gefur LV annað málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur

„Á síðasta ári áttu sér stað breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka og varð bankinn þá ekki lengur í einkaeigu ríkisins. Stjórn Íslandsbanka ákvað af þeim sökum að gefa hluta listaverkasafns bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Þegar ákvörðun bankans var kynnt voru nokkur listaverk gefin völdum söfnum og fékk Listasafn Vestmannaeyja við það tækifæri […]

Ný slökkvistöð vígð að viðstöddum ráðherra

Ný og glæsileg slökkvistöð var formlega vígð um goslokahelgina að viðstöddum Innviðaráðherra. Slökkvistöðin var þá opin og til sýnis almenningin. Margt var um manninn og kátt á hjalla. „Allt of lengi höfum við þurft að bíða eftir að Slökkvilið Vestmannaeyja fengi húsnæði sem hæfir starfseminni og mikilvægi þess fyrir samfélagið okkar. Nú er loksins risin, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.