Svakalegt nágrenni á Reglubrautinni

„Ég man fyrst eftir mér á Hjalteyri, sem var pínulítið tvíbýli á tveimur hæðum norðan megin við  Reglubrautina og var þröngur malarstígur á milli Vesturvegar og Vestmannabrautar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamaður og knattspyrnukappi í mjög áhugaverðu viðtali við Ásmund Friðriksson í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á fimmtudaginn. Viðtalið kallar Ásmundur, Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni. Og áfram er haldið: […]

Þjóðvegurinn fær ekki forgang

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn. Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi […]

Dagskrá laugardags á Goslokunum

Dagskrá Goslokahátíðarinnar er með hinu glæsilegasta móti í ár og stendur fram á Sunnudag. Aðal herlegheitin fara fram um helgina og hér fyrir neðan má sjá einfaldaða útgáfu af dagskrá laugardagsins. Barnadagskrá  13:00 – Goslokalitahlaup (frekari upplýsingar hér) 13:40 – Vigtartog Benedikt Búálfur og Dídí mannabarn VÆB Íþróttaálfurinn Andri Eyvindar með brekkusöng fyrir börnin 13-16 […]

Framkvæmdir vegna rafstrengja hafnar á Eldfellshrauni

Eldfell Framkv 20250701 143235

Nú er verið að leggja tvo 66 kV sæstrengi til Vestmannaeyja sem mun stórauka orkuöryggi og rafmagnsafhendingu til Vestmannaeyja. Framkvæmdir eru hafnar á Eldfellshrauni, en leggja þarf strengina í spennustöð við FES en nokkuð flókið var að finna lagnaleið fyrir strengina. Landtaka við Vestmannaeyjar er afar erfið vegna nokkurskonar klettabeltis sem liggur við ströndina. Ekki […]

Júnímetið féll hjá Herjólfi

farthega_opf

Farþegaflutningar Herjólfs hafa aldrei verið meiri í júní en í nýliðnum júnímánuði, TM-mótið og Orkumótið draga auðvitað þúsundir farþega til Eyja en auk þess er stríður straumur aðra daga með skipinu. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ferðuðust alls 72.463 farþegar með Herjólfi í liðnum mánuði sem gerir ríflega 7% fjölgun farþega á milli […]

Sæunn Lúðvíksdóttir, kokkur á sjó í 11 ár

Við Gunni byrjuðum að búa saman á vistinni við Stýrimannaskólann í Eyjum, innan um öll þessi testosterabúnt og galsafulla peyja í skipstjórnarnámi. Ruðningsáhrifin frá þeim áttu það til að vera töluverð, stundum barið í borðið og svo tróðu þeir neftóbaki í bílförmum í nefnið á sér. Um vorið fluttum við í blokkaríbúð í Áshamri og […]

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir: Sögur af sjó

Í hvert sinn sem ég stoppa til að fá mér kaffi á verkstæði Icecool í Gagnheiðinni á Selfossi er tekið hressilega á móti manni, þar er töluð íslenska og það er töggur í mannskapnum. Þarna birtast manni hestöfl og kraftur hugans í öflugum rekstri og næmri þekkingu til að leiða afl vélarinnar út í hjöruliðina. […]

Segja lundastofninn í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá áðurnefndri stofnun og ráðuneyti. Veiðar valda fækkun á lunda Jafnframt […]

Eftirvagn valt

Ohapp 20250630 100316

Í morgun varð óhapp á Dalavegi þegar aftanívagn fór á hliðina. Loka þurfti veginum á meðan unnið var að því að koma farminum og fletinu af götunni. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jónssyni yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum hafði þarna orðið óhapp við flutning farms með þeim afleiðingum að eftirvagninn valt. Hann segir að engin meiðsli […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.