Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómaval í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval í Vestmannaeyjum gera nú breytingar á versluninni sem miða að því að einfalda rekstur og bæta þjónustu við viðskiptavini í byggingavörum. Þessar breytingar fela í sér að afskorin blóm og pottaplöntur verða ekki lengur hluti af vöruúrvali verslunarinnar. Áfram mikið úrval fyrir heimilið og garðinn „Við munum áfram bjóða úrval af ræktunarvöru, […]

Sumargleði framundan í Höllinni

Sumarið er rétt handan við hornið og mikið líf að færast yfir Eyjarnar. Fjölbreyttir viðburðir eru á döfinni í Höllinni á næstu vikum. Laugardaginn 3. maí, eftir The Puffin Run, verður veglegt steikarhlaðborð í Höllinni, framreitt af Einsa Kalda. Þar gefst hlaupurum og öðrum gestum tækifæri á að njóta góðs matar og stemningar. Eftir kvöldverðinn […]

Eyjablikk þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga

,,Eyjablikk ehf. er blikk- og stálsmiðja sem starfar á þeim yndislega stað, Vestmannaeyjum. Við þjónustum sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga sem til okkar leita með óskir sínar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum á þeim 22 árum sem fyrirtækið hefur starfað. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilagnir, flasningar, rústfría smíði, álsmíði, […]

Myndir: Plokkuðu um alla eyju

Það voru plokkarar um alla eyju á sunnudaginn þegar stóri plokkdagurinn var haldinn. Í tilefni dagsins var efnt til hreinsunardags á Heimaey. Dagurinn byrjaði á Stakkagerðistúni og endaði svo með grillveislu í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á ferðinni og má myndir hans frá deginum hér að neðan. […]

Góður sigur ÍBV í Garðabæ

Oliver Heiðarsson fagnar marki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV er komið í fjórða sæti Bestu deildarinnar eftir góðan útisigur í gær á Stjörnunni. Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mín­útu. 12 mínútum síðar kom Bjarki Björn Gunn­ars­son Eyjaliðinu í 2-0 með glæsilegu marki. Stjarnan náði að minnka muninn skömmu síðar og var staðan í leikhléi 2-1 fyrir gestina. Á 78. mín­útu kom […]

Að verða sumarlegt í Eyjum

Skjaskot HBH 280425

Sumarið er gengið í garð og ekki laust við að það sé orðið sumarlegt á eyjunni fögru. Förum á smá flug yfir eyjuna með Halldóri B. Halldórssyni. (meira…)

Miklar breytingar en sami grunnur hjá Geilsa

Það var ekki mikið pláss í Kelerínu, sem er við Strandveg 75a þegar hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Þórarinn Sigurðsson, oftast kenndur við fyrirtæki sitt Geisla raftækjavinnustofu, hófu þar rekstur í október árið 1973. Kannski 20 til 30 fermetrar giskar hann á. Reksturinn sprengdi fljótlega utan af sér húsnæðið og ráðist var í 300 fermetra nýbyggingu […]

Nokkrir miðar eftir á herrakvöld ÍBV

Herrakvöld Crop

Hið árlega herrakvöld fótboltans verður haldið miðvikudaginn 30. apríl nk. í Golfskálanum.  Einsi Kaldi og Rikki kokkur munu bjóða upp á dýrindis sjávarréttahlaðborð.  Veislustjóri verður Bjarni Ólafur Guðmundsson.  Ræðumenn verða þeir Ásmundur Friðriksson og Stefán Einar Stefánsson.  Það mun síðan verða Leó Snær Sveinsson sem mun sjá um að koma fólki í sönggírinn áður en […]

Puffin Run markar upphaf sumarsins

Hið árlega The Puffin Run hlaup verður haldið þann 3. maí nk. Hlaupið er haldið í áttunda sinn nú í ár og fer það stækkandi ár hvert. Magnús Bragason, einn af stofnendum og skipuleggjendum hlaupsins segir hugmyndina af hafi í raun kviknað út frá áhuga gesta á náttúrunni í Vestmannaeyjum. Magnús var í hótelrekstri á […]

Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag

Eyja 3L2A1249

Fjórðu umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld, með þremur leikjum. Í Garðabæ taka heimamenn í Stjörnunni á móti ÍBV. Stjarnan með 6 stig úr þremur fyrstu leikjunum en Eyjamenn með 4 stig eftir jafn marga leiki. Í Síðustu umferð tapaði Stjarnan á móti Breiðablik á meðan sigraði ÍBV lið Fram á heimavelli. Það má […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.