„Bölvaður lurkur í honum um tíma”
jon_valgeirs_opf
Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Bergur VE kom til Vestmannaeyja í gær og hófst strax löndun úr skipinu. Vestmannaey VE kom síðan í kjölfar Bergs og er landað úr henni í dag. Bæði skipin voru með fullfermi, segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að túrinn hafi verið vel heppnaður þó veðrið hefði mátt vera betra. „Við reyndum við ufsa í Reynisdýpi og á Síðugrunni í upphafi en það skilaði ekki miklu. Síðan var haldið austur í Hvalbakshallið og á Breiðdalsgrunn. Þar var ágætis nudd í þorski til að byrja með en síðan var fantaveiði. Þetta gekk yfir höfuð ágætlega en það var bölvaður lurkur í honum um tíma. Við vorum einungis um tvo og hálfan sólarhring að veiðum og rúma fjóra sólarhringa höfn í höfn,” segir Jón.

Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, var ánægður með veiðiferðina. Aflinn hjá Vestmannaey var blandaður; ufsi, þorskur, ýsa og karfi. „Við vorum allan tímann á Lónsbugtinni og það gekk bara vel þrátt fyrir leiðindaveður. Það var einungis verið að veiðum í um þrjá sólarhringa þannig að við getum ekki kvartað,” segir Egill Guðni. Bæði Bergur og Vestmannaey munu væntanlega halda til veiða á ný í kvöld.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.