Í kvöld klukkan 20:00 verður haldinn borgarafundur í átakinu Stöðvum einelti í Kiwanishúsinu. Það eru Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT sem standa að fundinum´i samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila. Fundirnir eru haldnir á 11 stöðum hringinn í kringum landið.