Breytingar á rekstri Féló
23. febrúar, 2016
Rekstur Vestmannaeyjabæjar er ekki fasti heldur síbreytilegt þjónustunet sem ætlað er að mæta sem best þörfum Eyjamanna og gestum þeirra. Reksturinn snýst fyrst og fremst um að veita sem mesta þjónustu fyrir sem allra flesta. Kröfur íbúa eru síbreytilegar og því mikilvægt að starfsemin sé það líka. Eins og gefur að skilja þá veldur breyting á þjónustu oft óþægindum fyrir þá starfsmenn sem að rekstrinum koma og er það því miður óhjákvæmilegt. �?ar er ekki um slæman vilja að ræða, ekki um skilningsleysi og ekki um sleifarlag. Breytt þjónusta veldur einfaldlega breytingum á högum einstaka starfsmanna.
Vegna umfjöllunar sem á sér stað á samfélagsmiðlum um breytingar á rekstri �??Féló�??, vil ég sem formaður þess fagráðs sem fer með málefni þeirrar góðu stofnunar gera grein fyrir þeim forsendum sem þar liggja að baki:
Starfstími félagsheimilisins hefur verið breytt að ósk þeirra ungmenna sem nýta sér þjónustuna.
Eins og eðlilegt verður að telja vilja ungmenni helst nýta frístundarúrræði í frístundum sínum og leggja þau áherslu á kvöld opnun. �?etta kom skýrt fram hjá ungmennaráð Rauðagerðis á fundi sem fagráðið hélt með þeim sl. haust. �?ær breytingar sem gerðar voru á opnunartíma Féló í kjölfarið voru eingöngu hugsaðar til að bregðast við þeirra óskum og í raun var óskum þeirra fylgt í einu og öllu að undan skyldu því að ráðið gat ekki orðið við því að hafa lengri opnun á laugardögun eða til 23 í stað 22. Eftir breytingu á opnunartíma er nú opið fimm kvöld í viku frá 19:30 �?? 22:00 öll kvöld nema fimmtudaga og sunnudaga. Að auki er opið í tvær klst. frá 16:00 �?? 18:00 miðvikudag og þriðjudaga. �?etta er opnunartími í 16,5 klst. á viku sem er líkt því sem þekkist annars staðar. �?essi aukna áhersla á kvöld opnun hefur í för með sér óhjákvæmilega breytingu á vinnutíma starfsmanna.
Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar og þar með talið forstöðumaður hafa sinnt þjónustu við lengda viðveru fatlaðra barna sem breytist í vor.
Verkefni lengdrar viðveru fatlaðra barna fer yfir í Fjöliðjuna Heimaey næsta haust. Skýringin er sú að fatlaðir nemendur í lengdri viðveru eru að hluta til komnir yfir í launavinnu við endurvinnsluna og kertaframleiðslu hluta vikunnar og eðlilegt að þau fái aðstöðu inni í Fjöliðjunni. �?ar stendur til að bæta mjög allan aðbúnað fyrir fatlaða og efla þá þjónustu sem þeim er veitt. �?essi breyting felur það í sér að starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar hætta þar með að sinna þessu verkefni. Starfsemi þessi hefur verið frá hádegis til klukkan 16 alla virka daga. �?etta hefur verið stór hluti af vinnutíma forstöðumanns.
�?essar breytingar á opnunartíma og flutningur á þjónustu við fatlaða valda óhjákvæmilega breytingum á vinnutíma starfsmanna. Í þær er ekki ráðist til að spara fé heldur til að laga þjónustu að breytum kröfum. Verði af þeim sparnaður mun hann ganga til að efla enn frekar þjónustu.
Ofangreindar breytingar hafa fengið einróma samþykkt allra fulltrúa beggja flokka í bæði fagráðinu og í bæjarstjórn.�?að er von og trú okkar að breytingarnar sem nú verða gerðar á þjónustu við fatlaða og unglinga verði til að bæta hana en ekki skaða. Breytingin er gerð með það að leiðarljósi að skapa þeim sem þjónustunnar njóta þroskavænlegt umhverfi með heill þeirra sjálfra að leiðarljósi.
Páll Marvin Jónsson
Formaður Fjölskyldu- og tómstundarráðs
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst