Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur undirritað tvær reglugerðir er snerta veiðar á skötusel. Annars vegar er um að ræða sérstaka úthlutun á 500 tonnum af skötusel á fiskveiðiárinu 2009 til 2010 og hins vegar breytingar á reglugerð varðandi veiðar á skötusel í net. Fréttatilkynningu frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu má lesa hér að neðan.