Lögð voru fyrir bæjarráð í liðinni viku drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt voru lögð fyrir bæjarráð drög að samþykkt um kjör fulltrúa Vestmannaeyjabæjar vegna nefnda, ráða, stjórna, funda og ráðstefna.
Bæjarráð fól þeim Helgu Kristínu Kolbeins, bæjarráðsfulltrúa, Angantý Einarssyni framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Ásgeiri Elíassyni, lögfræðingi, að ljúka við reglurnar og samþykktina og leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi til samþykktar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst