Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku án þess þó að um alvarleg mál hafi verið að ræða. Skemmtanahald helgarinnar gekk ágætlega fyrir sig en eitthvað var þó um að lögreglan þuftir að hafa afskipti af fólki sökum ölvuanrástands þess, segir í frétt frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Að morgni nýársdags var lögreglu tilkynnt um innbrot í Alþýðuhúsið en þarna hafði verið farið inn með því að brjóta rúðu. Reynt var að opna tvo peningaskápa sem voru á skrifstofu Sjómannafélagsins Jötuns en það tókst ekki. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um grunsamlegar mannaferðir við Alþýðuhúsið að mogni nýársdags eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Aðfaranótt 6. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot í heimahús og var maður um þrítugt handtekinn grunaður um verknaðinn. Sökum ölvunar var hann óviðræðuhæfur og gisti fangageymslu þar til víman rann af honum. Hann viðurkenndi brotið og telst málið að mestu upplýst.
Að kvöldi 7. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafði verið inn í AA-húsið að Heimagötu 24 og þaðan stolið peningum úr samskotabauk. Ekki er vitað hvenær innbrotið átti sér stað en líklega á tímabilinu 5-7. janúar sl. �?eir sem hafa einhverjar upplýsingar um hver þarna gæti hafa verið að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Tvær kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða hraðakstur þar sem hraði bifreiðar sem ekið var eftir Hamarsvegi mældist 79 km/klst., en leyfilegur hámarkshraði þar er 50 km/klst. �?á var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.