Brotist var inn í verslunina Click við Eyraveg á Selfossi í nótt. Lögreglu barst tilkynning um rúðubrot klukkan hálf fimm í morgun. Ljóst er að farið var inn og rótað í vörum verslunarinnar sem selur tískufatnað fyrir unga hjólabrettaáhugamenn. Þetta kemur fram á mbl.is í morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst