Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í vikunni. Að morgni 27. janúar fór dökkklæddur maður inn í Íþróttamiðstöðina en af upptökum í eftirlitsmyndavélum visðist sem styggð hafi komið að manninum þegar öryggiskerfi hússins fór í gang og hann lét sig hverfa. Hins vegar bendir allt til þess að hægt verði að bera kennsl á hann af upptökunum. Þá var brotist inn í togarann Berg VE-44 29. janúar. Svo virðist sem engu hafi verið stolið en eitthvað var rótað í skápum. Hægt er að lesa um þetta í dagbók lögreglunnar hér að neðan.