Gámaflutningaskipið Brúarfoss, sem er í eigu Eimskipa, lenti í sjávarháska við Reykjanes í nótt þegar það missti vélaraflið og rak að landi. Togarinn Höfrungur 3 hélt samstundis á staðinn og auk þess varðskipið Ægir og þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu. Þegar verið var að undirbúa að skjóta línu milli Brúarfoss og Höfrungs, tókst vélstjórum gámaskipsins að koma vélinni í gang en þá átti skipið aðeins um tvær sjómílur eftir upp að grynningunum.