Skipulags- og umhverfisfulltrúi kynnti á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni verkefnið Brúkum bekki og fyrstu leiðir sem verða útbúnar. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Thelma Rós Tómasdóttir höfðu frumkvæmði að innleiðingu verkefnisins í Vestmannaeyjum.
Í lýsinga á verkefninu segir: “Félag Íslenskra Sjúkraþjálfara (FÍSÞ) varð 70 ára árið 2010. Í tilefni þess ákváðu sjúkraþjálfarar að fara af stað með samfélagsverkefni, sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning.” Verkefnið hvetur til hreyfingar með því að skipuleggja stuttar og skemmtilegar gönguleiðir, færar flestum, þar sem vegfarendur geta treyst á að geta hvílst á bekki með um 250 m millibili.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst