Lögreglan hafði ýmsum verkum að sinna í vikunni sem leið þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp. Einn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni og átti hann sér stað aðfaranótt 31. ágúst sl. Um er að ræða þjófnað á veski og misnotkun á greiðslukorti sem var í veskinu. Sá er þarna var að verki var handtekinn sama dag og hefur viðurkennt verknaðinn. Mun hann hafa náð að taka út um kr. 13.000,- af kortinu áður en upp komst um athæfið. Málið telst að mestu upplýst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst