Dýpkun Landeyjahafnar sem hófst aftur í gær fékk snöggan endi þegar 25 metra stálrör sem notað er við dýpkunina brotnaði. Við dýpkunina er stálrörið fest við botn hafnarinnar og í gegnum það er sandinum dælt úr henni. Rörið er nú í viðgerð í Vestmannaeyjum. Skipta þarf um tveggja metra hluta rörsins og er gert ráð fyrir að viðgerð ljúki í kvöld.