Á morgun, laugardag verður hinn árlegi Bryggjudagur ÍBV íþróttafélags og Böddabita, á Vigtartorginu og í Vigtarhúsinu. �?ar verður boðið uppá fjölbreytt úrval fisktegunda og nú verður hægt að fá siginn fisk, þorsk, þorskhnakka, ýsu, skötusel og margt fleira.
Dorgkeppni verður fyrir börnin í umsjón Sigurðar Bragasonar og er skráning kl. 10.30 á Vigtartorginu en veiði hefst klr. 11,30 og lýkur klr. 13.00. Verðlaun verða fyrir þyngsta fiskinn og mesta aflann.
Sölubás verður í Vigtarhúsinu fyrir ýmiskonar ÍBV-varning og veitingasala til styrktar handboltanum.