Fiskimjölsverksmiðjan er í eigu Hólmarastar á Stokkeyri. Einnig er hluti sveitarinnar í ýmsum verkefnum, m.a. að færa fóður til búfénaðar sem ekki næst til nema á bátum. Ekki er gott að lýsa ástandinu með orðum en Ásgeir Guðmundsson, formaður Mannbjargar sagði að hann hefði aldrei áður lent í því að fullmannaður gúmmíbjörgunarbátur með utanborðsmótor hefði farið fram úr honum á vegi, eins og gerðist fyrr í dag á veginum sem liggur frá Björnskoti á Skeiðum.
Í Keflavík er stór skemma, sem er í byggingu að liðast í sundur. Hún er staðsett í nýja iðnaðarhverfinu úti á bergi. Allt tiltækt lið frá Björgunarsveitinni Suðurnes hefur verið kallað út vegna þessa. Eins hefur Björgunarsveitin �?orbjörn í Grindavík verið kölluð að nýbyggingum ofarlega í bænum til að koma í veg fyrir tjón af völdum foks. Að sögn heimamanna eru aðstæður þar gífurlega erfiðar, veður slæmt og miklar vindhviður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst