Spáð er norðan og norðaustan átt síðdegis á morgun, föstudag og má þá búast við öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli. Af þessu tilefni beinir Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja þeim tilmælum til búfjáreigenda í Vestmannaeyjum að undirbúa töku búfjár í hús og huga að búfénaður komist ekki í flúormengað vatn.