Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja hefur nú komið upp svokölluðum snertibúri á fiskasafninu. Í búrinu hefur verið komið fyrir kröbbum og fleiri sjávarlífverum en gestir safnsins geta komið að búrunum og snert dýrin. Búrið hefur eðlilega vakið mikla lukku hjá yngstu gestunum, og reyndar þeim eldri líka.