Eins og allir í Vestmannaeyjum vita er hvergi í heiminum haldin glæsilegri Þrettándahátíð en í Eyjum. ÍBV-íþróttafélag hefur undanfarin ár séð um hátíðina og tóku við af Knattspyrnufélagin Tý, sem byrjaði snemma á síðustu öld að halda Þrettándagleði. Nú ætlar ÍBV, í samstarfi við Vestmannaeyjabæ að gera hátíðina enn veglegri. Einn þáttur i því er að kynna hátíðina fyrir landsmönnum og nú hefur Sighvatur Jónsson útbúið myndband af Þrettándanum í fyrra en myndbandið má sjá hér að neðan.