Eigandi Gagnheiði 23 þarf að greiða dagsektir fyrir að sinna ekki tilmælum skipulags- og byggingarfulltrúa Árborgar frá og með 31. október. Þess er krafist að búsetu skuli þegar í stað hætt í húsnæðinu eða athafnarými þess lokað. Húsið er í eigu fyrirtækisins Ísris ehf en málið var tekið fyrir hjá bæjaryfirvöldum í síðustu viku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst