Byrjar þjóðhátíðin á bikarsigri?
31. júlí, 2014
Byrjar þjóðhátíðin á bikarsigri? �?að er spurningin sem margir velta fyrir sér í Eyjum þessa stundina en í dag, klukkan 18:00 tekur ÍBV á móti KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins og fer leikurinn fram á Hásteinsvelli. Forsala miða er í Tvistinum og lýkur klukkan 13:00. Eins og áður hefur komið fram, hefur ÍBV ekki gengið sérstaklega vel gegn KR undanfarin ár. Reyndar er hægt að segja að ÍBV hafi gengið afskaplega illa gegn KR en síðan 2009, þegar ÍBV kom upp í úrvalsdeild á ný, hafa liðin leikið 14 sinnum í deild og bikar. ÍBV hefur aðeins einu sinni unnið, tvisvar hafa liðin gert jafntefli en KR-ingar hafa unnið ellefu leiki. �?etta er tölfræði sem þarf að laga og vonandi byrjar lagfæringin í kvöld.
�?skar �?rn og Kjartan Henry skora alltaf
�?etta verður í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem þessi lið mætast í bikarkeppninni á Hásteinsvelli. �?að er fróðlegt að skoða úrslitin en KR-ingar hafa alltaf haft betur í þessi þrjú skipti á undanförnum árum. En það sem vekur kannski meiri athygli er að aðeins tveir leikmenn hafa skorað gegn ÍBV í þessum þremur leikjum og það sem verra er, er að þeir eru báðir enn í herbúðum KR. Lykillinn að sigri ÍBV er því kannski að hafa góðar gætur á þeim �?skari Erni Haukssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni.
KR hafði betur 2010 þegar liðin áttust við í 32-liða úrslitum en lokatölur urðu 0:1 og skoraði Kjartan Henry í byrjun seinni hálfleiks. 2012 mættust liðin í 8-liða úrslitum og aftur vann KR með einu marki. Eyþór Helgi Birgisson kom ÍBV yfir í upphafi leiks en �?skar �?rn tryggði KR sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. 2013 mættust liðin aftur í 8-liða úrslitum og enn hafði KR betur, nú 0:3 en mörkin gerðu þeir �?skar �?rn og Kjartan Henry (2).
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst