Covid-19 jók álagið á stuðningsþjónustu

Upplýsingar og yfirlit yfir umfang stuðningsþjónustu (félagslegar heimaþjónustu) á árinu 2020 var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu fór yfir markmið stuðningsþjónustu og verkefni hennar fyrir árið 2020. Hjá stuðningsþjónustunni sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta vinna 13 starfsmenn í 7,3 stöðugildum. Helsta verkefni þeirra er m.a. almenn heimaþjónusta, aðstoð við eigin umsjá, innlit og samvera, aðstoð við innkaup og heimsendur matur. Starfsmenn stuðningsþjónustu sjá um aðstoð við þjónustuþega sem búa í þjónustuíbúðum í Eyjahrauni. Árið 2020 nutu alls 122 þjónustuþegar þjónustu og voru af þeim 23 nýjir. Árið 2020 var frábrugðið öðrum árum vegna Covid-19 veirunnar sem veldur meira álagi á þjónustuþega sem og starfsmenn. Passað er vel upp á smitvarnir og starfsmenn sinnt þjónustunni af einlægni og alúð. Í byrjun ársins hætti eldhúsið á Hraunbúðum að sjá um heimsendan mat til þjónustuþega og stofnana bæjarins. SH heilsa tók við þessari þjónustu og í dag er á milli 50 – 70 skömmtum keyrt út daglega.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.