Dælustöðin á Eiðinu framúr kostnaðaráætlun en ánægja með verkið
5. júní, 2014
Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í lok maímánaðar, lá fyrir kostnaður vegna dælustöðvar fráveitu á Eiðinu, tengingar við dælustöð og útrásar. Kom fram að kostnaður við heildarverkið stefni í 285 milljónir og þar af eigi eftir að framkvæma fyrir 25 milljónir. Fyrir liggur að heildarverkið stefnir í að verða 45 milljónum króna yfir upphaflega kostnaðaráætlun verksins.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum af því að verkið sé á eftir áætlun og kostnaður við ákveðna verkhluta reyndist hærri en áætlað var. Jafnframt lýsir ráðið yfir ánægju sinni hve vel hefur tekist með þann hluta sem lokið er, en dælustöðin er nú þegar farin að skila hlutverki sínu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst