„Hvernig á að bjarga 300 börnum frá borði með þeim björgunarbúnaði sem er um borð í Herjólfi við þær aðstæður sem sköpuðust þegar skipið snerist um 30 gráður rétt utan við innsiglinguna í Landeyjahöfn 26. júní sl.? Talið er að snarræði skipstjórans hafi komið í veg fyrir stórslys.“ Þannig hefst bréf sem Friðrik Ásmundsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og Sigmund Jóhannsson, teiknari og uppfinningamaður, sendu bæjarráði Vestmannaeyja, almannavrnanefnd Vestmannaeyja, samgönguráðherra, Vegagerð ríkisins, rannsóknanefnd sjóslysa og sýslumanninum í Vestmannaeyjum.