Dagdeildarþjónusta í Vestmannaeyjum
16. október, 2015
Á Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum fer fram fjölbreytt starfsemi. Fyrir utan að vera 22 rúma blönduð legudeild er þar starfrækt dagdeild frá 8:00 �?? 15:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. �?eir sjúklingar sem þurfa að koma daglega í sínar lyfjagjafir fá einnig að njóta aðstöðunnar á dagdeild.
�?á daga sem dagdeildin er opin er gjarnan mikið um að vera og reynt eftir fremsta megni að skipuleggja daglega starfsemi á þann veg að hjúkrunarfræðingur sem skráður er á dagdeild, hafi ekki önnur verkefni á sjúkradeild þann daginn.
Á dagdeildinni í Vestmannaeyjum eru gefin fjölbreytt lyf, meðal annars gigtarlyf og krabbameinslyf.
Flest lyf þarf að blanda sérstaklega og blanda hjúkrunarfræðingar öll lyf á deildinni. Krefst það sérþekkingar og þjálfunar, sérstaklega þegar um er að ræða krabbameinslyf. Á stærri sjúkrahúsum eru lyfjatæknar sem sjá um blöndun krabbameinslyfja. Hjúkrunarfræðingarnir þurfa að fara á sérstök námskeið, bæði bókleg og verkleg, til að mega blanda og gefa þau lyf. Á dagdeildinni er til blöndunarskápur sem gefinn var í þeim tilgangi að hægtværi að blanda og gefa krabbameinslyf í Vestmannaeyjum. Slíkur búnaður er ekki til staðar á öllum landsbyggðarsjúkrahúsum.
Dagdeildarherbergið er vel útbúið með góðum stólum og sjónvarpi og hægt er með góðu móti að veita tveimur sjúklingum þjónusta á sama tíma. �?egar skjólstæðingur kemur á dagdeild eru lífsmörk mæld (blóðþrýstingur, púls og hiti) og gengið úr skugga um að líkamlegt ástand sjúklings leyfi þá lyfjagjöf sem framundan er, stundum þarf einnig að taka blóðprufur eða gera aðrar rannsóknir. Ef allar mælingar eru innan eðlilegra marka er lyfið blandað, settur er upp æðaleggur og lyfið gefið undir eftirliti hjúkrunarfræðings. Lífsmörk eru mæld með reglulegu millibili og fylgst er grannt með öllum merkjum um aukaverkanir eða aðra vanlíðan. Lyfjagjafir geta tekið allt frá einum klukkutíma upp í 4-6 eftir því hvaða lyf er verið að gefa og hversu flókin lyfjagjöfin er sem um ræðir.
Í dag eru skjólstæðingar dagdeildarinnar 12 talsins og misjafnt er hvort þeir koma tvisvar í viku eða á á nokkurra vikna fresti í sínar lyfjagjafir. Sumir eru tímabundið að fá lyfjameðferð á meðan aðrir koma reglulega í mörg ár. Komur á dagdeild árið 2014 voru um 300 það er því ljóst að dagdeildarþjónustan er afar mikilvæg fyrir íbúa á Heimaey. Ferðalög frá fjölskyldu og vinum, um langan veg og stundum við erfið veðurskilyrði geta verið afar erfið þeim sem kljást við langvinna og lífsógnandi sjúkdóma.
f.h Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Guðrún María �?orsteinsdóttir
Hjúkrunarfræðingur sjúkradeildar HSU í Vestmannaeyjum
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst